Réttur David vann ameríska Idol-ið og Jason stal senunni

Eftir að Bob Dylan þáttur Scorsese var búinn datt ég inn í Idol-ið eins og til stóð. Var sem betur fer búin að byrgja mig upp af verðugum forgangsverkefnum sem ég var að sækja fyrr um kvöldið og vann í þeim, því hrikalega var þátturinn dreginn á langinn. En úrslitin eru ljós og mjótt á munum, en ég er sátt við að David Cook vann. Þess má svo geta að ómótstæðilegur flutningum Jasons á Buckley útgáfu Haleluja var eiginlega lagið sem stal senunni, það var einmitt rétt eftir að ég byrjaði að horfa/hlusta. Restin var eiginlega allt of teygður lopi, þrátt fyrir urmul af stórum nöfnum. Kannski mest gaman að sjá fræga leikara dansa ömurlega sem bakraddasöngvara. Farin að sofa, stífur dagur framundan á morgun.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég varð pínu sár yfir að David hinn ynni ekki.  En þeir voru báðir vel að þessu komnir.  Mikið rosalega var þetta langt. Ég er núna með bauga niður á kinnar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.5.2008 kl. 08:14

2 identicon

Ég sá útslitin (rugluð) á stöð 2. Það var greinilegt að lopinn var teygður nánast óendalega. Hélt að úrslitin ætlaðu aldrei að verða ljós. Ég er mjög sátt með D.C., fannst litla David vanta sjálfstraust, sérstaklega í því að koma fram þegar hann var ekki að syngja, þarf að ná sér í meiri reynslu, enda bara 17.

Ég var alltaf hrifin af dreadlock gæjanum, flottur og skemmtilega kærulaus með þetta allt saman.

Anna Ólafsdóttir (anno) 22.5.2008 kl. 11:47

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Fram undir það síðasta var það litli David sem átti hvert bein í mér, en svo allt í einu (burtséð frá frammistöðunni í gær, sem ég sá ekki) þá fann mig að mig langaði að David Cook ynni, en ég hefi vissulega verið sátt við hvorn sem var.

Jason með dreadlock hausinn er auðvitað virkilega góður þegar hann er góður, og hann sýndi það eina sem mér fannst áhugavert í gær, en ég horfði ekki á nema hluta. Og þetta var allt, allt, allt of laaaaaaaaaaaaaaangt!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 22.5.2008 kl. 14:09

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband