Landbrot víðar en á Íslandi

Ég las í blaði að fallegu sandöldurnar á suðurodda Gran Canaria væru í hættu og yrðu jafnvel horfnar eftir 90 ár ef ekki yrðu eitthvað að gert. Gengið milli Ensku strandarinnar og Maspalomas og fylgst með landbrotinuÁtti samt ekki von á því að sjá ummerki um landbrot svo augljóslega og raun bar vitni er við Ari gengum með ströndinni frá Ensku ströndinni (strönd Englendingsins, til að vera nákvæm) og til Maspalomas sem er um klukkutíma gangur, en þetta var síðastliðinn mánudag.

 

 

 

 

Klettarnir við vesturströndina eru hins vegar svo vígalegir að á þá bítur ekkert, en langt upp í landi má sjá gamlar sjávarlínur, rétt eins og heima á Íslandi. Klettótt vesturströnd Gran Canaria er flott og gaman að sigla milli bæjaLoftslagið öllu mildara og rokið miklu hlýrra og miklu minna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Þarna á einhverri eyjanna mun vera eitthvert hættulegast landrof á jörðinni.  Hluti af einhverri eynni mun falla fram í hafið.  Talið er að flóðbylgjan sem verður til verði tugir metra, 70-80 m, á hæð þegar hún skellur á austurströnd Ameríku.  Líklega verður krafturinn eitthvað minni í bylgjunum sem berast hingað.  Ekkert er hægt að segja til um hvenær þetta mun gerast.  En það mun gerast.

Auðun Gíslason, 22.2.2008 kl. 01:51

2 Smámynd: Linda litla

Ofsalega held ég að það sé fallegt þarna.

Linda litla, 22.2.2008 kl. 10:19

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þarna er mjög fallegt, Linda, held þetta sé ekta staður fyrir þig, og við Ari höfum einmitt tekið eftir þessu sama og Jón Arnar að breytingarnar eru miklar á þessum 9 árum sem við höfum heimsótt eyjarnar.

Auðun bendir á hættuna sem starfar af því þegar hálf eyjan La Palma (vestur af Tenerife) mun hrynja í sjó fram. Flestir á því að það muni gerast, en ekki hvenær og hvort það geri boð á undan sér. Hitt var nýrra að lesa í þýsku vikuriti (Info Canarias) að eyðimörkin á suðurodda Gran Canaria eigi að hverfa á næstu 90 árum. Vanari því að uppblástur, landbrot og sjávarágangur tengist heimaslóðum, en hér á Álftanesi er heil jörð horfin í sæ á seinustu 200 árum, Bárhaugseyri. 

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 22.2.2008 kl. 11:58

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband