Ophra og Kennedy-frændgarður með Obama og/eða á móti Hillary

Edward Kennedy, sem ekki ætlaði að taka afstöðu í forkosningum demókrata, hefur lýst yrir stuðningi við Barack Obama, líkt og Ophra nýverið. Obama fékk mikla sveiflu með sér eftir yfirlýsingu Ophru. Caroline frænka Edwards og dóttir Johns F. Kennedy hefur líkt Obama við föður sinn. Nú er stutt í 5. febrúar þegar stóri forkosningadagurinn rennur upp og mögulega mun þessi yfirlýsing hafa áhrif, reyndar hef ég meiri áhyggjur af ummælum Caronline en stuðning frænda hennar, en þó fylgir fregnum að hann sé mikill áhrifamaður (ennþá) meðal demókrata. Svolítið kaldhæðnislegt allt, þar sem öllum var það ljóst að (vonandi) verðandi forsetaeiginmaður, Bill Clinton, leit á Kennedy sem sína fyrirmynd, kannski í of mörgum efnum ;-)

Ég hef reyndar enga ástæðu til að ætla að þessar yfirlýsingar séu gegn Hillary með beinum hætti, en samt er ég sannfærð um að Edward Kennedy er ekki boðberi kvenfrelsisafla í Bandaríkjunum. Hugsandi yfir Caroline og Ophru. Ophra er auðvitað stórveldi og á þann hátt hefur hún verið góð fyrirmynd fyrir konur í Bandaríkjunum, en stundum sýp ég hveljur yfir þáttunum hennar, það eru svo blendin skilaboð til kvenna og svo grímulaus skilaboð um að vera sætar alla vega, kannski að halda kjafti líka (svo ég vitni í góðan bókatitil frá fyrri árum). Þannig að, það er kannski gott að styðja Obama en það er ekki svo gott að leggja stein í götu Hillary, og það er útkoman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Sammála, er hugsandi yfir Opruh líka, hún veit hvað hún hefur gífurleg völd og misnotar þau oft og tíðum. Hún er reyndar ekki í neinu uppáhaldi hjá mér, líklega vegna blendinna skilaboða, stundum í gegnum kornflexpakka-sálfræðinga ...

Guðríður Haraldsdóttir, 29.1.2008 kl. 14:52

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Já, þetta með vald Ophru er ótrúlega áleitin spurning, valdi fylgir ábyrgð.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 29.1.2008 kl. 15:36

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Mér finnst þetta sorglegt. Þetta segir mér ekkert annað en að það sem er líkt með obama og Kennedy er ímyndin um unga fallega fólkið og hjón af gagnkynhneigðusambandi.

Hillary er of sterk og eitthvert óbragð er komið í fólk vegna setu Clintons hjona áður í Hvíta húsinu og sjarmi forsetakosninga hefur löngum verið nýjabrum og fallegt/flott á það að vera.

Edda Agnarsdóttir, 29.1.2008 kl. 18:02

4 identicon

Ég er svo mikið sammála þér og ég er reyndar í smáfýlu út í þetta lið fyrir að ganga svona fram rétt fyrir þann fimmta. Ég er orðin dálítið hrædd um að Hillary hafi þetta ekki.

Anna Ólafsdóttir (anno) 29.1.2008 kl. 23:46

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband