Ađfangatímabil, úrvinnslutímabil og uppskeruhátíđir (međ viđkomu í matreiđslutíma)

Hef einhvern tíma rćtt ţađ hér á blogginu - eđa gamla blogginu mínu - hvađ tímabil tilverunnar virđast skiptast í ađfanga- og úrvinnslutímabil. Alla vega er ţađ reyndin hjá mér sem hef unniđ bćđi viđ blađamennsku, sagnfrćđirannsóknir og -ritun, hugbúnađargerđ og jafnvel pólitík. Og nú er ég sem sagt stödd á ţessu mikla ađfangatímabili, ađ taka viđtöl, grúska í heimildum, gera áćtlanir, fletta upp á netinu, tína saman efni og úr ţessu á ég svo eftir ađ vinna, sumu fljótlega og öđru ţegar meiri heimildir liggja fyrir. Oft er erfiđara ađ sjá eitthvađ eftir sig á međan á ađfangatímabili stendur, úrvinnslan er ţakklátara verk, svo mađur tali nú ekki um uppskeruhátíđir ;-)

En engin uppskeruhátíđ er haldin og engin úrvinnsla er möguleg án ţess ađ fyrst sé safnađ saman öllu sem til heyrir. Mér fannst alltaf hálf asnalegt ţegar ég var í matreiđslu í Melaskóla ađ viđ vorum látnar (strákarnir fengu ekki ađ fara í matreiđslu á ţeim tíma) taka til allt hráefni fyrst, mig minnir á einhverja litla smjörpappírsbleđla, áđur en hafist var handa. En núna sé ég hvađ ţessi vinnubrögđ voru skrambi skynsamleg. Viđ sluppum samt viđ ađ fara út í búđ og versla ... 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf María Brynjarsdóttir

Ég kannast vel viđ svona tímabil. Er einmitt sjálf á ađfangatímabili og ekki virđist mikiđ liggja eftir mann í lok dagsins en svo er nú von ađ glćđist ţegar úrvinnslan hefst (eđa ég vona ţađ í ţađ minnsta).

Annars er Borgarfjörđur upp á sitt besta ţennan morguninn bjartur og blár af snjó og Hvítáin mín er sem spegill á milli snjóţungrabakkanna.

Ólöf María Brynjarsdóttir, 30.1.2008 kl. 11:12

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Fallegir vetrardagar í Borgarfirđi (og Álftanesi) hljómar vel. Komin međ heimţrá upp í bústađ, en viđ erum á leiđinni í sólina fyrst.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 30.1.2008 kl. 11:30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband