Biðstaða í samfélaginu

Þótt ég sé að reyna að vera ekki þátttakandi í samfélaginu á meðan á prófatörn stendur, þá verður auðvitað ekki hjá því komist. Verðbréfafall kemur reyndar ekki við mig persónulega, en hins vegar finnst mér andrúmsloftið í samfélaginu einkennast af biðstöðu:

- Hvað ef hlutabréf halda áfram að falla? - Er þetta bara að gerast vegna alþjóðlegs vanda? - Hvað ef ríku náungarnir taka einhverja með sér niður? Hverja? - Geta þeir kannski fallið af stallinum án þess að fleiri gjaldi? - Eða er þetta úlfur, úlfur, eitthvað sem Íslandshatararnir á Jótlandspóstinum hafa fundið upp? Eigum við bara að bannfæra Jótlandspóstinn?

En það eru jafnvel enn mikilvægari spurningar í biðstöðu:

- Hvað er ekkert verður gert vegna þróunarinnar í húsnæðismálum? - Hvað ef alvarleg verðbólga skellur á (sum okkar muna hana)? - Hvað ef ekki verður gert í að jafna lífskjörin? - Hverjir fá næstu kjarabætur, ef einhverjir? - Verður eitthvað af viti gert fyrir aldraða eða öryrkja eða er þetta (sem við erum að heyra núna) allt og sumt? - Dregur úr þenslu, stoppa framkvæmdir eða verður allt á fullu áfram?

Spurning hvaða áhrif þetta ástand mun hafa á enn stærri mál, aðgerðir gegn loftslagsbreytingar og fleira slíkt.

Ég spái því að jólaverslunin verði aðeins hóflegri núna en undanfarin ár, en janúarútsölurnar líflegar. Að sveiflur verði áfram á verðbréfamörkuðum erlendis meira en hérlendis. Að ekkert merkilegt verði gert í loftslagsmálum, ef frá er talið að Ástralir eru að fá skilningsríkari stjórnvöld.

Og þá er þetta frá og ég get farið að snúa mér að skólabókunum á nýjan leik. Einsgott, en þetta bara varð að komast inn í umræðuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband