Foreldrahúsið, Vímulaus æska og nokkur kraftaverk

Það hefur verið yfirvofandi um nokkurt skeið að Vímulaus æska missti Foreldrahúsið góða, sem hefur verið starfrækt í allmörg ár. Þegar ég fletti dagblöðunum í dag, í smá andleysiskasti, sá ég að þetta er að bresta á. Þannig að: Ef þið þekkið eitthvað til starfsemi Vímulausrar æsku, þá endilega reynið að finna gott húsnæði undir starfsemi Foreldrahússins, þið vitið þá væntanlega hversu ótrúlega mikils virði hún er fyrir fíkla á batavegi, fjölskyldur allra fíkla og í fyrirbyggjandi starfi. Ef þið þekkið ekki til starfsemi samtakanna þá hvet ég ykkur til að kynna ykkur hana. Þarna er nefnilega verið að vinna alveg ótrúlegt starf, fyrir lítið fé, með mikla reynslu og sérþekkingu í farteskinu og ekki alltaf verið að velja sér auðveldustu eða ,,vinsælustu" málin, heldur þau sem brýnast er að bæta úr.

Ef nógu margir eru tilbúnir að leggja málinu lið þá held ég að við skuldum því góða fólki sem starfar í Foreldrahúsinu eitt lítið kraftaverk og það sé hægt að finna nýtt og betra Foreldrahús og fjármagna leigu á því. Þau eru ekki svo fá kraftaverkin sem hafa unnist fyrir tilstilli starfsfólks, sjálfboðaliða og sérfræðinga Foreldrahússins.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband