Væntingar

Er það ímyndun í mér eða liggja miklar væntingar í loftinu? Mér finnst samfélagið vera í mikilli gerjun og eins er tilvera mín og margra mér nákominna full af breytingum og spennandi hugmyndum. Best að taka dæmi, fyrst á því sem ég heyri utan að mér í samfélaginu:

Tekjuafgangur ríkissjóðs (vegna þenslutekna): Er mögulegt að nú muni fjölmennar kvennastéttir krefjast síns hluta af launaskriðinu í samfélaginu, og takast það?

Rafmagnsbílar með blönduðum eldsneytismöguleikum: Einn af 82 eða 84 í heiminum býr á  Akureyri. Getur verið að gott fordæmi þaðan smiti út frá sér til fleiri landa - mun það duga til að þessi tækni verði þróuð áfram?

Umhverfisvitundarvakning. Mér finnst ég finna þetta alls staðar, er þetta eitthvert Pollýönnukast eða heyrið þið þetta líka? 

Menning með jákvæðum áherslum: Kvikmyndir um og eftir Íslendinga blómstra og sigra hér og þar, aðallega þar ...

Kvennalistakonurnar: Eru að gera svo margt forvitnilegt og skemmtilegt, Kristín Ástgeirs, Sirrý Dúna, Sigga Lillý og margar fleiri, allar í nýjum og spennandi hlutverkum ...

... og á persónulegri nótum:  

Gurrí að rokka á Vikunni ...  

... breytingar í eigin tilveru sem ég segi betur frá þegar mál skýrast betur, alla vega þá hillir undir útkomu Sandgerðissögunnar minnar og námslok í æsispennandi námsmaraþoni.  

Menningarbindindi í rénum á þessum bæ, mikið rosalega er það gaman.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtilegar pælingar hjá þér.  En fyrst af öllu: Ætlarðu að fara að verða eins og "hinir"? Hætt í pólitísku fríi og nú ætlarðu líka að aflétta menningarbindindinu? Það er þetta með krosstrén...

Enn ein fyrrum kvennalistakona getur nú látið að sér kveða: Sigríður Ingibjörg orðin aðalmaður í Seðlabankanum og það sem meira er hún er hagfræðimenntuð: Femínisti, kona og hagfræðingur - passar vel í stólinn!

Annars já, það er heilmikið að gerast í samfélaginu, en ég ætla að bíða með að hoppa hæð mína í loft upp af gleði um að milljarða tekjuafgangurinn renni ljúflega ofan í launaumslög kvennastéttanna, en mikil skelfing peningurinn er til.

Umhverfisvitundarvakning, segirðu! Jú, jú, margir hafa opnað augun, en því miður þá eru umhverfismálin dæmi um mál sem fólk setur til hliðar um leið og það telur sig ekki græða á því að láta þau sig varða. Það er erfitt að trúa því að umhverfismálin séu ofarlega á lista hjá mörgum þegar horft er á bílana sem fólk ekur eftir yfirfullum götunum og ekki er "græna" stefnan þeirra í Reykjavík trúverðug - frekar dæmigerð fyrir þá sem vilja gára yfirborðið og slá um sig með hugtökunum sem þeir skilja ekki og treysta því að aðrir skilji þau ekki heldur.

Helga 4.10.2007 kl. 00:03

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Já, gaman að þú skulir nefna Sigríði Ingibjörgu líka. Ég ætla að leyfa mér að halda að til lengri tíma sé þessu breyting og þessar væntingar ákveðinn raunveruleiki. Fimm ár, hvernig væri að skoða breytingarnar eftir fimm ár? Mér finnst meira liggja í loftinu nú en oft áður og svo sannarlega vona ég að svo sé. Í rauninni er þessi tilfinning sem ég þykist finna fyrir ekki tengd stjórnvöldum, hvorki í bæ né landi, heldur miklu frekar þeirri kröfu sem mér finnst liggja í loftinu meðal svo margra í kringum mig og enduróma alla leið í fjölmiðla. 

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 4.10.2007 kl. 00:31

3 identicon

 Búin að lesa þrisvar sinnum - grunar að þú sért heilmikið að pæla. Held ég verði að fá þig í kaffi.

Helga 4.10.2007 kl. 00:51

4 identicon

Er það bara tilviljun að þú nefnir ekki Ingibjörgu Sólrúnu, utanríkisráðherra íslenska  lýðveldisins?

ESG 4.10.2007 kl. 07:16

5 identicon

Samfylkingin sér um sína.  Samfylkingin er orðin stærsta vinnumiðlun landsins.

Ætlaði að ganga í Samfylkinguna í von um að mér yrði skaffað góða staða einhversstaðar í stjórnsýlunni, en svo uppgötvaði ég að ég yrði að skipta um kyn og láta breyta mér í konu.  ISG vill bara koma konum að (vinkonum sínum) í góðar stöður, svo ég sem karlkyns meðlimur í  Samfylkingunni á víst ekki neina möguleika.  Ég verð víst því að hætta við að ganga í Samfylkinguna.

Einar Gunnarsson 4.10.2007 kl. 16:07

6 Smámynd: fingurbjorg

Talandi um væntingar, þegar þú hefur ca 2 klt, athugaðu þá þessa heimildarmynd. Ég held að þú munir hafa gaman af henni :) hún er ókeypis á netinu frá framleiðanda.

http://www.zeitgeistmovie.com/

fingurbjorg, 4.10.2007 kl. 17:03

7 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Eftir að körlum hefur verið komið fyrir í valdastöðum áratugum saman (oft af vinkum sínum) þá finnst mér hjákátlegt að væna Ingibjörgu Sólrúnu um að vera að koma vinkonum sínum fyrir í valdastöðum, enda veit ég ekki til þess að hún hafi ráðstafað þessum stöðum. Sömuleiðis veit ég ekki hvort nokkur þessarra kvenna er flokksbundin í Samfylkingunni, þið sem eruð þar innan borðs vitið það eflaust betur en ég;-) Það er heldur ekkert nýtt að Ingibjörg Sólrún sé í einni helstu áhrifastöðu landsins, hún hefur verið það allt síðan árið 1994 þannig að skref hennar í starf utanríkisráðherra er að mínu mati hliðstætt skrefi hennar í stól borgarstjóra Reykavíkur, sem á sínum tíma voru mjög merkileg tíðindi. Þannig að það er alveg óþarfi að reyna að lesa neitt annað úr orðum mínum en þau standa fyrir.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 4.10.2007 kl. 19:25

8 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Varðandi kvikmyndina, þá er aldrei að vita nema nokkrir klukktímar finnist í tilverunni, takk fyrir ábendinguna.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 4.10.2007 kl. 20:19

9 identicon

Ég var að lesa upp af bloggsíðunni þinni fyrir móður mína sem er áttræð og býr norðan heiða.  Hún er í heimsókn hjá mér núna en þú þekkir hana mjög vel.  Þegar ég las upp fyrir hana eftirfarandi. "Tekjuafgangur ríkissjóðs (vegna þenslutekna): Er mögulegt að nú muni fjölmennar kvennastéttir krefjast síns hluta af launaskriðinu í samfélaginu, og takast það?" þá lét hún nú út úr sér að hún væri ekki bjartsýn á að þeim tækist það vegna þess að þær standa ekki nógu vel saman og svo eru nú nokkrar þeirra í sjálfstæðisflokknum..........

En hún hafði mjög gaman af því sem ég las upp af síðunni þinni 

Sigga 7.10.2007 kl. 21:40

10 identicon

Sæl, Anna, alltaf gaman að lesa færslur frá þér.

Ég veit að Sigríður Ingibjörg og Kristín Árnadóttir eru Samfylkingarkonur, og án efa fleiri sem ráðnar hafa verið í áhrifastöður nú undanfarið fyrir tilstilli ISG og fleira Samfylkingarliðsfólks.  Þessar konur sem ég nefni hér að ofan eru án efa vel hæfar á sínu sviði, en það hefur án efa hjálpað þeim að þær eru í Samfylkingunni.

ISG var reyndar fræg þegar hún var borgarstjóri, að ráða vinkonur sínar úr Kvennalistanum í ýmsar áhrifastöður eða þá að búa til stöður fyrir þær.  Það virðist vera að hún ætli að halda þessari "jákvæðu mismunun" áhrif þegar hún er sest í ríkisstjórn.  Mér finnst svona "jákvæð mismunun" vera niðurlægjandi fyrir konur, það er verið að sjúkdómsvæða þær með þessu og láta líta út sem að þeir séu svo veikar að þær geti ekki bjargað sér. 

Einar Gunnarsson 8.10.2007 kl. 16:13

11 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Smá athugasemd til hennar Siggu, ég veit að það veltur mikið á samstöðu kvenna. Og eitt orð til Einars: mér finnst neikvæð mismunun, það er að hygla karlmönnum eingöngu vegna þess að þeir eru karlar, frekar leiðinleg.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 9.10.2007 kl. 21:36

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband