Borgarfjörðurinn skartar sínu fegursta

Seint á laugardagskvöld komum við Ari upp í sumarbústað með tvo frændur sem eru í heimsókn á landinu og tókum sunnudaginn í að sýna þeim Borgarfjörðinn, Ara tókst að finna æði nýstárlega vegi til að brölta yfir og ég verð að viðurkenna að Borgarfjörðurinn kemur ávallt á óvart. Hef ekki áður farið úr Norðurárdalnum rétt við rætur Holtavörðuheiðar og beint yfir í Þverárhlíðina, en það var áhugaverður vegur. Við enduðum í Reykholti og veðrið lék við okkur. Fallegur dagur og skemmtileg ferð. Þegar við komum í bústaðinn beið okkar veislumáltíð sem Óli hafði eldað handa okkur, en hann hefur verið í bústaðnum nánast óslitið síðan um seinustu helgi, rétt skrapp í próf á föstudaginn. Vöknuðum um fimm leytið í morgun til að koma okkur í bæinn og frændunum í flug.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hvernig er veðrið ? hef ekki farið í sumarbústað í borgarfirði síðann ég var lítill ,fór að veiða og sollis með föður minum í vatni þar nálægt ,rosalega gamann þar ;)

helgi 27.8.2007 kl. 17:59

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband