Kærleikur tekur stórt stökk upp á við og nálgast ljósmóður í keppninni um fegursta orð íslenskrar tungu

Kærleikur tekur stórt stökk upp á við og nálgast ljósmóður í keppninni um fegursta orð íslenskrar tungu. Dalalæðan hefur látið undan síga, kannski er það tíðarfarið. Gleym-mér-ei heldur áfram að síga upp á við líka og spurning hvort hún kemst upp að hlið andvarans í fjórða sætinu. Annars hafa fyrstu fimm sætin verið nokkuð stöðug fyrir utan sæti tvö og þrjú þar sem kærleikur og dalalæða hafa frá upphafi att kappi. Og takk öll fyrir skemmtilega umræðu og góða þátttöku.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Orðið hlýr finnst mér vera fallegasta orðið , hlýlegur, hlýr, hlýja.

 Hlý kveðja

Sigríður

Sigríður Svavarsdóttir 20.7.2007 kl. 20:05

2 identicon

Hagaljómi er fallegasta orðið  - um hvíta hesta í haga.  Hvað er fegurra?  Seg mér hvað indælla auga þitt leit? Kærar kveðjur.

Auður 20.7.2007 kl. 21:43

3 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Stundum velti ég fyrir mér hversu mikið vægi meining orðsins hefur fram yfir orðið sjálft.  Gæti fallegt orð með neikvæða meiningu orðið fallegasta orðið?

Gætu orð eins og "fátækur" eða "vændi" orðið fallegustu orðin?

Sigurður Viktor Úlfarsson, 20.7.2007 kl. 21:59

4 identicon

Hæ Anna

Skemmtileg samkeppni hjá þér.

Mér þykir orðið húm svo fallegt. Nú er líka sá tími að koma þegar húmar að eftir allar björtu næturnar. Húmið er oft svo kyngimagnað og fallegt - það hefur auðvitað áhrif á að manni þykir orðið fallegt.

kær kveðja

Sigrún Helgadóttir 20.7.2007 kl. 23:09

5 identicon

Sæl Anna

Skemmtileg samkeppni hjá þér en ég finn ekki neitt svæði hér á síðunni sem er til að haka við fallegasta orðið, svo ég skrifa þetta sem athugasemdir. 

Mig langar að gefa orðinu LJÓSMÓÐIR atkvæði mitt sem fegursta orð íslenskrar tungu,

Kveðja

Elinborg

Elinborg 20.7.2007 kl. 23:42

6 Smámynd: Eyþór Árnason

Sæl Anna

Þetta finnst mér fyndið. Ég ákvað að senda þér frábært orð: húm, en þá sé ég að Sigrún Helgadóttir var á undan  mér. Gott hjá þér Sigrún. Ég held að húmið eigi eftir að koma sterkt inn. 

Kveðja Eyþór Árnason.

Eyþór Árnason, 20.7.2007 kl. 23:47

7 identicon

Sólstafir er orð sem vinkona mín benti á rétt áðan :)

Anna 20.7.2007 kl. 23:57

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta fer að verða nokkuð spennandi.  Kærleikur og ljósmóðir geta bæðið staðið fyrir fegursta orðinu.  Ljósmóðir held ég að beri þó herðar og höfuð yfir önnur orð.

Takk fyrir færslur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.7.2007 kl. 01:29

9 identicon

Gott framtak hjá þér Anna, en hvernig getur eitthvað sígið upp ?

Elías Guðmundsson 21.7.2007 kl. 11:40

10 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Sendi þér bros og hlátur inn í daginn, eigðu góðan dag.

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 21.7.2007 kl. 15:12

11 identicon

Sæl Anna!

Gott framtak!

Ég er hissa á hve mörg atkvæði kærleikur fær. Þetta er orð sem er mjög líkt

á Norðurlöndum ¨kärlek" á sænsku t.d.

Dalalæða hefur hinsvegar þessa dulúð og fegurð til að bera, rammíslenskt og fallegt.

Ég er sammála öðrum hér um orðið húm.

Orðið "blámi" lýsir Íslandi einnig vel.

Eitt enn sem er kannski ekki eins mjúkt og hin það er orðið "hamraborg".

Sterkt,ég fyllist hreinlega lotningu þegar ég heyri það, setningin "Hamraborgin mín há og fögur".....

Kveðja,

Birna Sigurðard.

Birna Sigurðardóttir 22.7.2007 kl. 14:03

12 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ennþá eru að koma inn skemmtilegar tilnefningar. Spurt er hvernig orð geti sigið upp á við. Það á reyndar að vera of seint að koma nýjum orðum að í þessari umferð, þar sem forkeppnin fækkaði orðunum í 12 en spurning hvort það ætti að vera hægt að bæta orði inn í áskorendakeppni? Ætla aðeins að hugleiða það og kannski að bjóða upp á áskorendakeppni í lokin. Á eftir að finna því form ef hægt er.  Hörð orð eru oft flott, sammála þessu með hamraborgina, enda skírðum við sumarbústaðinn okkar Gljúfraborg (við Gljúfurá). 

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 22.7.2007 kl. 19:35

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband