Sjaldan hef ég flotinu neitað

Ofangreind tlvitnun í ágæta þjóðsögu hefur verið að syngja í hausnum á mér, í allt öðru samhengi. Við vorum nefnilega - næstum - að klára að flota heljarstórt og mjög mishæðótt gólf á efri hæðinni. Eftir er eitt pínulítið horn sem er með meiri þykkt, og verður varla nema 1-2 umferðir á sunnudagskvöldið. Jibbí fyrir því. Við erum búin að blanda og lyfta upp á svalið 350 kg í þessari umferð, sem var sú þriðja, en hinar hafa verið nákvæmlega jafn stórar. Þetta er bara afrek! En úpps, búin að þyngja gólfið uppi um tonn? Hmmm, reyndar gufar alltaf eitthvað upp líka. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja, þið hafið nú vonandi kynnt ykkur burðarvirki hússins áður en þið þyngduð gólfið um tonn!  Annars er ég orðin ansi spennt að sjá. Þið viljið kannski fá mig til að taka verkið út? Hef að vísu ekki iðnaðarpróf, en er samt búin að dúkleggja, flísaleggja vegg og parketleggja alveg ein - og allt er það enn á sínum stað!

Helga 22.6.2007 kl. 23:24

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

þú ert alltaf velkomin, bæði með eða án faglegrar úttektar.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 22.6.2007 kl. 23:44

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Burðurinn í þakinu þolir níðþungt torfþak, var hannað fyrir slíkt, og væntanlega er ætlast til að veggirnir þoli sem svarar hundblautu túni líka

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 22.6.2007 kl. 23:45

4 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Púff... þetta er ekki skemmtilegt meðan á þessu stendur, en frábært þegar búið er.

Ester Sveinbjarnardóttir, 23.6.2007 kl. 00:44

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Já, nú er svo mikið búið, eins og við séum að sjá útúr þessum tímafreku framkvæmdum, svona að mestu leyti. Þetta á eflaust samt eftir að endast okkur eitthvað, en það er bara svo mikið búið!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 23.6.2007 kl. 01:00

6 identicon

Ég á þrennar svalir sem þarf að flota ef þú þarft að ... vinna þig ... niður

Anna Ólafsdóttir (anno) 23.6.2007 kl. 01:14

7 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

bara að vona að þetta gólfið hrynji ekki ! en til hamingju með þetta.

Ljós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 24.6.2007 kl. 14:40

8 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Seinasta flottörn helginnar framundan og vonandi seinasta flottörnin í bili, annars eigum við smáskika eftir niðri, en næst er parktelagningin uppi á dagskrá. Ég var að minna sjálfa mig á það að maður verður ekkert skelkaður þótt 15 manns standi saman í stofunni uppi, þannig að þetta er bara sama tonnið. Svo eru veggirnir okkar léttir og úr timbri, þannig að þetta ætti ekkert að detta á hausinn á okkur.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 24.6.2007 kl. 19:27

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband