Tóm steypa

Massívur dagur í vinnunni þar sem eitt rak annað og allt gekk upp (vona ég), svo fór ég í massíva ferð í Kringluna til að kaupa sumarbústaðarhitara af amerískum farandsölum (að því er virtist) og allt var það frekar laust í reipunum, indæl ólétt stúlka (mjög umsetin) og nokkrir ameríkanar að afgreiða og fullt af fólki að skoða töfra saumavéla að þvælast fyrir. Þetta varð æði löng ferð og ég gafst gersamlega upp á mið-afgreiðslumanninum en endaði hjá einum alveg ágætlega kurteisum sem bað afsökunar í sífellu á vanrækslu þessa í miðið. En alla vega þá er ég mjög spennt að vita hvort ég fæ þennan hitara eftir 3-4 vikur, fyrst ég harðneitaði að láta kreditkortanúmerið mitt af hendi. Maður hefur svo sem farið pínulítið gáleysislega með kortið við hótelpananir erlendis, en allt farið vel. Helst ekki meira kæruleysi. Og í kvöld verður þetta auðvitað bara tóm steypa, það er síðasta flotið (vonandi) uppi á lofti.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband