Formúlan

Ég hef ekki á takteinum formúluna fyrir hamingju, ekki fyrir réttlæti, nei, formúlan sem ég ætla að tala um er Formúla 1 kappaksturinn. Kannski hálf ,,splittað" að hafa gaman af því að horfa á kappakstur í sjónvarpi en vera um leið ofurgætin og hatrammur andstæðingur glæfraaksturs - á götum úti. Það er einmitt þetta seinasta sem skiptir máli, íþróttir eru vissulega margar hverjar hættuspil, Georg bróðir til að mynda tvisvar lent á slysó eftir að spila skvass við mig, en í íþróttum eiga allir að vera meðvitaðir um áhættuna sem tekin er. Þannig að lengi vel fannst mér formúlan meðal betra íþróttaefnis í sjónvarpi og hélt með mínum ágæta skoska Coultard. Hins vegar hefur hann ekki verið á nógu góðum bíl að undanförnu, þrátt fyrir góðan vilja Red Bull. Ég mun halda með honum áfram, á því leikur enginn vafi, en þegar hann er ekki að blanda sér í toppbaráttuna, er hætt að vera skemmtilegt að horfa nema endrum og sinnum. 

En nú held ég að áhugi minn sé að vakna á nýjan leik. Hamilton er spennandi karakter og ég hlakka til að fylgjast með honum á næstunni. Þannig að hver veit nema ég geti farið að horfa á formúluna af auknum áhuga fyrr en varir? Það sem er spennandi er að brjóta upp klissjurnar í íþróttinni, ungir hvítir karlar hafa ,,átt" þessa íþrótt fram til þessa, en nú e r óspart vitnað til Tiger Woods í golfinu sem hliðstæða innkomu og Hamilton á nú, þar sem einokun hvíta kynþáttarins er rofin. Ég vil líka benda á að Annika Sörenstam og Michelle Wie  eru að breyta ímynd kven-golfarans, þannig að ég á von á konum í keppendahóp í formúlunni innan fárra ára. Konur eru nefnilega svo lúmskt góðr bílstjórar ;-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Áhugi minn á Formúlunni hafði líka dalað svolítið, sérstaklega eftir að Montoya hætti og gerir það gott annars staðar. Hamilton þótti mér áhugaverður strax og ég sá hann og það er stórkostlegt hvað þessi nýliði getur. Hann er að vísu á góðum bíl ... en alveg sama.

Guðríður Haraldsdóttir, 13.6.2007 kl. 01:38

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Kannski getum við fariðað halda þeim þeim sama, það væri bara fjör ;-)

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 13.6.2007 kl. 02:27

3 identicon

Ég hef voða gaman af Formúlunni í sjónvarpinu en ekki þeirri útgáfu sem er hér á Akureyri um næstu helgi, neyðist til að flýja bæinn til að halda geðheilsunni. Sjá bloggið mitt þar um.

Anna Ólafsdóttir (anno) 13.6.2007 kl. 02:46

4 identicon

Ég hefði án þess að hika fullyrt að kappakstur væri algert "karlasport", en núna veit ég að það er rangt. Þekki aðra konu sem er vakin og sofin yfir formúlunni; fer m.a.s. til útlanda sérstaklega til að horfa á.

Hvað er svona spennandi við að hlusta á bílvélar?

HG 13.6.2007 kl. 12:25

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Hmmm, ég þarf að hlusta á bílvélarnar, það er áreiðanlega eitthvað seiðandi við það. En ég þekki slatta af konum sem skemmta sér vel yfir formúlunni, Gurrí, Hönnu mína, Björk, gamla vinnufélaga minn og fleiri. Já, þær eru ansi margar ...

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 13.6.2007 kl. 15:06

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kæra anna ! einn nemandi minn er forfallinn áhugamaður, ég hef reynt að horfa á þetta með honum, en allt gerist of hratt fyrir mig hægu konuna !

ljós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 13.6.2007 kl. 15:55

7 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Já lífið er undarlegt. Hver skildi hafa búið það til að konur hefðu ekki gaman af kappakstri? Einhver sem kynnti sér ekki málið? Er það kannski af vanþekkingu sem fordómar verða til? Ætla nú ekki að blanda mér í þetta, ... ennnn, það er ekki samtenging á milli kappaksturs sem íþróttar og kappaksturs á götum borga og bæja. Bíll er leikfang en gatan ekki leikvöllur.

Birgir Þór Bragason, 13.6.2007 kl. 21:08

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband