Forgangsröđunin

Lćrđi snemma ađ forgangsrađa, enda oft(ast) međ mörg járn í eldinum. Lengst af dugđi mér ađ ákveđa forgang vor og haust, en í augnablikinu er ég međ harđa forgangsröđun fyrir tćpt sex vikna tímabil. Tók nokkra sumarfrísdaga í upphafi tímabilsins og tók eina vinnustofurispu í Amsterdam međ Alvaro Castagnet og heimsótti soninn í leiđinni. Í beinu framhaldi af ţví launalaust leyfi í mánuđ til ađ grynna ađeins á allt of stóru bókasafni, fötum, garni og fleiru sem gjarnan mátti saxa á. Stórgripirnir (úr sér gengin húsgögn og ţess háttar) bíđa annarra en mín. Forgangsröđunin er skýr, ţetta er ađalverkefniđ, ţegar vel gengur vinn ég mér inn tímakorn fyrir myndlistina og er međal annars í fyrsta sinn ađ kanna möguleika á ađ vera međ í vef-galleríi. 

En ekki síst snýst ţetta um ađ ákveđa hvađ er EKKI í forgangi núna. Ţótt mig gruni ađ bakiđ á mér sé fariđ ađ ţola golfiđkun á nýjan leik, ţá bíđ ég međ svoleiđis lúxus fram yfir ,,fríiđ" og sé ţá til hvort veđur, bak og vinna leyfir einhverjar heimsóknir á golfvöllinn. Er líka spurđ af og til hvort ţađ sé ekki von á nćstu glćpasögunni minni, svariđ er já, en ţessi tími núna er ekki sá rétti til ađ vinda mér í ađ smella henni saman eftir ađ ég komst ađ ţví ađ ég ćtla ađ bćta nýju tvisti inn í ţann dans og bókin sem var 80% tilbúin fyrir rúmu ári er núna í hćsta lagi 70% klár núna. Í bríarí sagđi ég samt um daginn ađ ég hefđi ćtlađ mér ađ skrifa svona 50 glćpasögur ţegar ég kćmist á eftirlaun, en í augnablikinu er ég ekki á eftirlaunum. Lék mér ađ ţví í framhaldi af ţessari gáleysislegu yfirlýsingu ađ setja á enn eitt google docs skjaliđ heiti býsna margra af ţessum 50 bókum og plott fylgdi sumum. Aldrei ađ segja aldrei! 

Óvissuţćttir eins og jarđskjálftar, eldgos, lokun Álftaneskaffis og einmuna blíđa hafa veriđ snarlega skrifađir inn í handritiđ: ,,Forgangsröđunin". Mikiđ veriđ flokkađ útiviđ og sumarbústađur nýttur vel, bćđi fyrir skjálftaflóttakonu, hafurtask og vatnslitagrćjur. Forgangsröđunin hefur haldiđ og ţannig gengur ţetta allt. Gulrćturnar viđ enda tímabilsins eru spennandi verkefni í vinnunni ţar til ég fer nćst á eftirlaun og frítímar sem ég mun samviskulaust verja á kaffihúsum og golfvöllum eftir ţví til hvors viđrar betur.

Eitt hefur alltaf veriđ tekiđ út fyrir ţennan forgangsröđunarsviga og fengiđ ţann tíma sem ţörf krefur, ţađ er fjölskyldan og jafnvel hefur gefist tími til ađ verja smá tíma međ vinum endrum og sinnum. Ţannig gengur ţetta upp, eđa mér sýnist ađ ţađ muni gera ţađ. 

362027088_219585981046298_259944414564847314_n (2)

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband