Afhjúpun og alvarlegt grín

Þetta er með betur heppnuðum göbbum sem ég hef heyrt um. Alla vega verð ég að viðurkenna að mér er stórlega létt að þetta nýrnalotterí var ekki alvara í þeim búningi sem það var sett fram. Hins vegar afhjúpar þetta nokkrar staðreyndir: Í fyrsta lagi að það er ekki lengur útilokað að svona þáttur verði settur í loftið (auðvitað ekki þessi, en eitthvað í sama dúr). Í öðru lagi virðist þurfa að grípa til æði róttækra ráða til að vekja athygli á verðugum málstað. Og í þriðja lagi, sjúklingarnir sem bíða, bæði þeir sem tóku þátt í gabbinu og allir hinir, þeir eru ekki búnir að fá úrlausn. Þannig að öllu almennilegu gamni fylgir alvara og í þessu tilfelli dauðans alvara. 
mbl.is „Raunveruleikaþáttur“ um nýrnagjafa reyndist gabb
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Ég verð að játa, að mér fannst þetta nokkuð ósmekklegt gabb. Ekki síst þegar ég sá myndir af þátttakendum flissandi yfir gríninu ...

Hlynur Þór Magnússon, 2.6.2007 kl. 08:22

2 identicon

Ég verð að viðurkenna að mér finnst þetta eitt best heppnaða grín sem ég hef heyrt lengi.

Málið er að þetta er eitt besta kynning sem líffæragjöf hefur fengið lengi, þetta vekur fólk til umhugsunar um hversu svakalega erfitt er að fá líffæri til gjafar.

Það sorglega við þetta er að það eru sífellt fleiri sem segja nei við að gefa líffæri úr látnum aðstandendum sínum. Það er alveg rosalega alvarleg staðreynd...

Jóhanna 2.6.2007 kl. 09:16

3 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Þetta er mjög ósmekklegt athæfi. Það hlýtur að nokkuð sjúkur húmor hjá mönnum ef þetta hefur átt að vera fyndið.

Jens Sigurjónsson, 2.6.2007 kl. 13:06

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Smekkleysið felst auðvitað fyrst og fremst í því að við búum í samfélagi þar sem það er síður en svo útilokað að upprunalegi þátturinn hefði verið settur í loftið. Alvara málsins er að einhver telji sig þurfa að grípa til slíkra úrræða til að vekja fólk til umhugsunar um jafn alvarlegt mál og hér er á ferðinni. Og þetta gabb heppnaðist fullkomlega.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 2.6.2007 kl. 14:30

5 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Þetta var grátt gaman sem heppnaðist vel. Vakti athygli á þessu og þar með var björninn unninn. Vona að fólk breyti afstöðu sinni til líffæragjafa.

Guðríður Haraldsdóttir, 2.6.2007 kl. 16:55

6 identicon

Mér finnst þetta vel heppnað gabb en á erfitt með að finna "fyndið" í því, kannski af því að ég er farin að trúa því að svona þáttur geti allt eins orðið að veruleika miðað við t.d. siðferðið sem endurspeglast í nýja tölvuleiknum sem gengur út á að nauðga konum.

Anna Ólafsdóttir (anno) 2.6.2007 kl. 17:02

7 Smámynd: Mafía-- Linda Róberts.

oooo, var þetta bara gabb??? ég sem að ættlaði að vinna nýra og eiga það í frysti ef að einhver í fjl. skyldi þurfa.

Mafía-- Linda Róberts., 2.6.2007 kl. 17:43

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband