Loðinn og afdráttarlaus - er það málefnasamningur ríkisstjórnarinnar?

Þegar er farið að deila hart um hvað felist í málefnasamningi ríkisstjórnarinnar (Matthildingar (Daðvíð Oddsson, Hrafn Gunnlaugsson og Þórarinn Eldjárn) kölluðu þetta fyrirbæri reyndar málamyndasamsetning, á meðan sá frægi útvarpsþáttur ,,Beint útvarp frá Matthildi" var við lýði).

Sem sagt, var verið að afstýra Norðlingaölduvirkjun eða ekki? Ekki, segir Landsvirkjun.

Óbreyttur hraði á stóriðjuframkvæmdum eða ekki? Allir spyrja í kross og enginn veit neitt.

Kristján Rétursson hefur fjallað nokkuð um orðfærið á plagginu: Stefnt skal að ... og allt þetta loðna orðalag sem einhvern tíma hefði verið kallað ,,loðið og afdráttarlaust"

Ég veit að ég á eftir að grafa mig í þessi orð og reyna að skilja þau, og fylgjast svo með hvernig verk ríkisstjórnarinnar þróast. En í augnablikinu finnst mér þetta allt saman frekar og finnst tilhugsunin um kalda en sólríka hvítasunnu fulla af framkvæmdum og vonandi smá hvíld líka vera fýsilegri. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband