Varúð - Evrópusambandsstjórn í uppsiglingu

Miklar vangaveltur eru upp á hvaða býti Samfylkingn fer í stjórn. Flestir sem ég hef heyrt í telja að nú fái hægri öflin í Samfylkingunni byr undir báða vængi, en það er þá líka þvert á þá stefnu sem Samfylkingin fékk fylgi sitt út á í kosningunum, velferðarmálin og miklar vinstri áherslur. Held ekki að velferðarmálin muni koma sterk út úr þessari ríkisstjórn, hins vegar verður eflaust eitthvað gefið í skyn í málefnasáttmála, sem ekki mun leiða til efnda. Það sem ég held að verði stóra málið sem Samfylkingin nær fram séu aðildarviðræður við Evrópusambandið. Allt í einu heyrir maður undarlegar yfirlýsingar frá Sjálfstæðismönnum, Kristjáni Júl. í Silfri Egils og Einar Oddur í BB. Mjög ógnvekjandi. Svo óttast ég um hag landbúnaðar og sjávarútvegs á Íslandi og er frekar sannfærð um að ekkert verði af stóriðjustoppi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Held að svo margir Íslendingar séu á móti því að landið sé innlimað í Evrópu að þetta næðist ekki í gegn. Fyrir utan það hvað þetta yrði dýrt fyrir okkur og annað hræðilegt þá finnst mér verst að þetta yrði óafturkræft. Ég er orðin skíthrædd!

Guðríður Haraldsdóttir, 20.5.2007 kl. 14:11

2 Smámynd: Elías Theódórsson

Vona að Samfylkingin muni eftir að leggja ESB aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Elías Theódórsson, 20.5.2007 kl. 15:15

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Mér finnst alla vega rétt að koma með svona varnaðarorð strax og láta á það reyna hvort Sjálfstæðismenn sem eru andvígir Evrópusambandsaðild láta þetta yfir sig ganga, ef grunur minn er ŕéttur. Fyrirstaðan er ekki í Samfylkingunni þótt ég viti um tvo Evrópusambandsandstæðinga í flokknum.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 20.5.2007 kl. 15:32

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Já, ég sé ekki hvernig hægt væri að komast hjá því, hins vegar er aðstöðumunur milli þeirra sem mæla með eða gegn aðild alveg geigvænlegur í slíkum kosningum, vinkona mín var að minna mig á það þegar stjórnvöld eyddu formúu í að fá EES samninginn í gegn meðan andstæðingarnir eyddu ,,kaffipeningunum" sínum í það. Ekki beint jöfnuður þar.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 20.5.2007 kl. 15:36

5 identicon

Það er fáránleg fullyrðing að ESB-aðild yrði "óafturkræf".  Allar aðildarþjóðir ESB hafa fullan og óskoraðan rétt til að segja sig úr sambandinu hvenær sem er.

Þrándur 20.5.2007 kl. 16:25

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þráður veit eflaust vel að formlega er hægt að segja sig úr sambandinu, en í ruan held ég að enginn líti á það sem raunhæfan kost, það er nefnlega laganet og ýmss kona bindingar sem gera það mjög torvelt og ýmsir fleiri en Gurrí nota þetta orðalag óhikað. Við höfum alla vega engin dæmi sem sanna að það sé hægt.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 20.5.2007 kl. 17:04

7 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Afsakið, Þrándur er maðurinn sem ég er að vísa til.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 20.5.2007 kl. 17:04

8 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Eins og staðan er í dag er ekki gert ráð fyrir því að ríki geti sagt sig úr Evrópusambandinu. Þvert á móti segir í aðildarsamningum allra aðildarríkjanna að þeim sé ætlað að gilda um alla framtíð.

Hjörtur J. Guðmundsson, 20.5.2007 kl. 17:21

9 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Evrópu málið verður ekki mikið í brennidepli á næstunni hjá þessari stjórn sem er að koma.

Jens Sigurjónsson, 20.5.2007 kl. 17:30

10 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Ég var nú að horfa á Silfrið áðan og ég get ekki séð að Kristján sé að leggja neina blessun yfir Evrópusambandsaðild þó hann tali um að það sé rétt að skoða alla hluti. Hann hafnar því einmitt í lokin þegar Siv Friðleifsdóttir segist alltaf hafa átt von á því að Sjálfstæðisflokkurinn sneri við blaðinu í Evrópumálum. Hvað Einar varðar er hann að mínu mati aðeins að ýta við ráðamönnum eins og framkvæmdastjóri LÍÚ gerði á sínum tíma. Hvorugur vill þó í Evrópusambandið.

Hjörtur J. Guðmundsson, 20.5.2007 kl. 17:40

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fráleitt er að hafa áhyggjur af því, að þessi Þingvallastjórn fari að veðja á þann vitlausa hest ESB. Samfylkingin þorði ekki einu sinni að gera það að kosningamáli. Og svo glöð er hún yfir því að komast í ráðherrastólana, að hún mun alls ekki fara að ámálga þessa Evrópusambands-sérvizku sína til að stofna þar með stólunum sínum í hættu. Þeim mun síður fer Sjálfstæðisflokkurinn að gera þjóðinni það og flokksmönnum sínum að svipta okkur fullveldi í okkar málum með því að ganga í þetta bandalag þjóða sem eru á fallandi fæti og verða orðnar byrði á sjálfum sér eftir 30-40 ár.

Jón Valur Jensson, 20.5.2007 kl. 17:56

12 identicon

Sæl Anna, afhverju óttastu evrópusambandsstjórn? ertu á móti heilbrigðum vöxtum og lægra matarverði? 

kv. 

Þorsteinn Ingimarsson 20.5.2007 kl. 20:48

13 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Er á móti miðstýringu, skrifræði, ógagnsæu stjórnarfari og afsali yfirráða yfir þjóðareign á borð við fiskimiðunum. Hef enga tryggingu fyrir heilbrigðum vöxtum eða lægra matarverði.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 20.5.2007 kl. 21:58

14 identicon

Er á móti miðstýringu, skrifræði, ógagnsæu stjórnarfari:  erum þegar aðilar að þessu í gegnum EES , samt er það þessi samningur sem gefist hefur best síðan 1991.

afsali yfirráða yfir þjóðareign á borð við fiskimiðunum. Nýtingarrétturinn er í höndum örfárra aðila í dag sem stjórna í gegnum LÍÚ ,svo hvað breytist?

enga tryggingu fyrir heilbrigðum vöxtum eða lægra matarverði : getum ekki gengið í ESB nema vextirnir séu heilbrigðir svo það er langtímamarkmið og veitir stjórnvöldum aðhald. það getur ekki verið náttúrulögmál að hér eigi að vera hæstu vextir í heimi. 

Matarverð + vextir :  sjáum bara reynslu Íra og Finna

Þorsteinn Ingimarsson 20.5.2007 kl. 22:16

15 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Eitt óréttlæti bætir ekki annað.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 20.5.2007 kl. 22:26

16 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þorsteinn:
Já, reynsla Íra og Finna. Lestu um reynslu Íra af evrusvæðinu t.d. og Spánverja í leiðinni sem og hvað Finnar eru "hrifnir" af henni og Evrópusambandinu. Og hvað íbúar evrulandanna á heildina litið eru "hrifnir" af evrunni, ekki sízt Þjóðverjar, og íbúar Evrópusambandins "hrifnir" af sambandinu. Lestu líka um "glæsilegan" árangur Evrópusambandsins í efnahagsmálum samanborið við Bandaríkin. O.s.frv. o.s.frv. o.s.frv. Svo gætirðu að lokum lesið um þau "gríðarlegu" áhrif sem Ísland myndi hafa innan Evrópusambandsins yrðum við þar aðilar.

Hjörtur J. Guðmundsson, 20.5.2007 kl. 22:44

17 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Það er ekki náttúrulögmál að þjóðir séu fullvalda. Ef Danir hafa 5% áhrif á það sem gerist innan Evrópusambandsins, þ.m.t. í þeirra eigin landi að miklu leyti, en t.d. Þjóðverjar 30% þá er alveg ljóst að þessar tvær þjóðir sitja ekki við sama borð. Þjóðverjar hafa þannig meira um mál Dana að segja en þeir sjálfir. Þess má geta að við Íslendingar myndum hafa um 1% áhrif innan sambandsins gerðumst við aðilar sbr. t.a.m. skýrsla Evópunefndar forsætisráðherra.

Bendi þér annars á rannsókn dankra fræðimanna fyrir danska þingið frá 2003 þar sem fram kemur að þingið óttist sífellt meira áhrifaleysi innan Evrópusambandsins vegna vaxandi fullveldisafsals til stofnana sambandsins. Einnig danska rannsókn frá því á síðasta ári sem bendir til þess að mikill meirihluti danskrar lagasetningar komi frá Evrópusambandinu og eigi þannig ekki uppruna sinn á danska þjóðþinginu.

Hjörtur J. Guðmundsson, 20.5.2007 kl. 23:09

18 identicon

Þegar við skoðum komment Hjartar þá verður svo kristaltært hvað það er slæmt að flokkarnir skuli ekki hafa viljað setja Evrópumálaumræðu á dagskrá. Það er akkúrat ÞAÐ sem ég sakna og hef saknað í mörg ár. Meðan við gerum það ekki höfum við litla hugmynd um um hvað við erum yfirhöfuð að tala í öllu þessu með og á móti tali.

Anna Ólafsdóttir (anno) 20.5.2007 kl. 23:29

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband