Forsetinn ætlar ekki að boða alla flokksformenn til sín

Efast ekki um að það sé löglegt, en hins vegar alltaf umdeilanlegt hvert hlutverk forseta er í því tilfelli sem komið er upp núna. Hann er að leggja línur fyrir komandi forseta. Hvor tveggja leiðin hefur verið farin áður, að forseti feli einum flokksformanni umboðið án samráðs við aðra, eða með samráði. Þá veit maður það.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Mér hefur á stundum talið að forsetinn skyldi ekki þingræðisregluna og hvernig hún varð til við baráttu þings og konungs - fyrst á Englandi og í okkar tilfelli svo í Danmörku. Forsetinn verður að virða vilja þingsins í þessu máli eins og hann réttilega sagði í viðtali.

Nú hafa flokksformenn sem hafa sameiginlega mjög mikinn meirihluta á Alþingi lýst því yfir að þeir ætli að mynda stjórn. Gæti forset gert eitthvað annað en að veita þeim umboð? Það væri vísasta leiðin til að koma á stjórnarkreppu og algjört brot á þingræðisreglunni. (Lokaritgerð mín um þinræðisregluna er á Háskólabókasafni og bókasafni Alþingis)

Jón Sigurgeirsson , 18.5.2007 kl. 12:10

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Efast ekki um þekkingu þína á þingræðisreglunni, en þú getur þá líka staðfest að hvort tveggja leiðin hefur verið farin, að afhenda einum formanni umboðið beint, og að tala við alla áður en slíkt gerist.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 18.5.2007 kl. 13:46

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég veit svo lítið um þetta mál en taldi víst að forsetinn myndi tala við alla flokka fyrst.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.5.2007 kl. 17:47

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Það eru víst báðar leiðir löglegar og báðar hafa verið notaðar á seinni árum. Mér finnst að hann hefði átt að fara rúntinn og það er mín persónulega skoðun. Hefði varla skaðað neinn. Fjölmiðlar voru að rifja það upp á Vigdís hefði gert það 1995.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 18.5.2007 kl. 19:48

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband