Smá innskot utan kosningabaráttunnar - Magni rokkar enn

Vinnufélagi minn valdi mér heitið ,,Aðdáandi nr. 1" þegar Magni og Á móti sól spiluðu í innflutningspartíi sem INNN (þar sem ég vinn(n)) hélt í október. Gengst stolt við því án þess að vilja stela þeim titli af öðrum sem kunna að kerfjast hans. En alla vega, af og til þá kíki ég á vefina sem sinna Magna mest og best, sá opinberi er reyndar einmitt afurð minna ágætu vinnufélaga. En alla vega, það er alltaf gaman að fylgjast með Magna. Núna er nýtt lag að koma með honum, My Pain, og fáanlegt á ýmsum stöðum sem helga sig Magna (þeir eru allnokkrir), m.a. nýleg lifandi útgáfa frá tónleikum hans og Dilönu í Los Angeles fyrir tveimur vikum: My Pain og fleiri lög með Magna.

Síðastliðinn laugardag átti hann hins vegar að hita upp fyrir Aerosmith í Las Vegas og ég vona að það hafi allt gengið vel, ekki svooo heitur aðdáandi að ég sé búin að elta uppi umsagnir, en mun án efa gera það ef ég finn tíma til þess. En það er annað tónlistarinnskot á opinberum vef Magna, innskot frá árinu 2002 að mér sýnist, sem ég hef ekki tékkað á áður, og finnst alveg með ólíkindum. Sýnir auðvitað ekki þessa flottu þungarokks-melódíu hlið á Magna sem gerir hann að svo góðum listamanni sem raun ber vitni, heldur sýnir þetta skemmtilega ruglaðan húmor, sem er engu minna virði. Stan, lagið sem hvíti rapparinn Eminem gerði frægt, í flutningi (very live, er það kallað) Magna, með skoskum framburði síðari hluta lagsins, þetta er alveg fáránleg blanda, en þetta er bara svo skemmtilegt að ég verð að leyfa fleirum að njóta. Stan hinn skoski. Varð að koma þessu að.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég þakka auðmjúklegast. Hehe

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.5.2007 kl. 01:56

2 identicon

Þarf að hlusta á nýja lagið - það er möst! Var inni á Rockband.com forum í sumar þegar Rockstar-keppnin stóð sem hæst. Liðið þar var ótrúlega fljótt að spotta út viðbótarefni frá keppendunum, hirti allt sem það mögulega fann frá Magna, efni af RÚV, Skjá einum, heimasíðu ÁMS og það virtist alveg vera í lagi þó að efnið væri mestallt á íslensku. Þetta lag var eitt af því sem sett var inn sem linkur í einhverjum umræðuþræði. Við skemmtum okkur ógurlega yfir þessu. Hann er ótrúlega góður í skoskunni, og að geta rappað á því tungumáli er náttúrulega bara tær snilld

Anna Ólafsdóttir (anno) 1.5.2007 kl. 02:46

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband