Þessar ,,kvenna"konur

Á 10 ára afmæli kvennafrídagsins var mælst til þess að konur fengju frí til að taka þátt í hátíðarhöldum. Trúnaðarmaður í einu fyrirtæki í Hafnarfirði sagði með mikilli fyrirlitingu að hún væri orðin hundleið á þessum ,,kvenna"konum! þegar grennslaðist fyrir því hvort rétt væri að ekki væri gefið frí á hennar vinnustað.

Frábærar konur á kvennakvöldi VG

Ég komst í góðan félagsskap svona ,,kvenna"kvenna í gær á konukvöldi VG í Kópavogi. Rosalega hefur trúnaðarkonan í Hafnarfirði farið mikils á mis, ef hún er sama sinnis og forðum að leggja ekki lag sitt við svona ,,kvenna"konur.

Skelli kannski nokkrum myndum frá kvennakvöldinu ef þær sem ég tók í gær eru skikkanlegar. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Við konur verðum að standa saman, það er langt í land með jafnrétti.  Kvennalistinn gerði vissulega mikið fyrir okkur en betur má ef duga skal.

Ester Sveinbjarnardóttir, 30.4.2007 kl. 19:18

2 identicon

"Kvennakonur", já!  Ég held að ég tilheyri þeim stofni.  Það er betra að þekkja sinn bás.  

HG 30.4.2007 kl. 20:27

3 identicon

Veistu hvort það eru einhverjar svona „kvenna“konur sem eru til í að hressa upp á pólitíkina hérna fyrir norðan? Mér finnst bara algjör ládeyða hérna, allavega í stjórnarandstöðuflokkunum. Valgerður Sverris og Þorgerður Katrín eru þær einu sem kveður að þessa dagana hér.

Anna Ólafsdóttir (anno) 30.4.2007 kl. 20:38

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ég lenti í þvílíkum ,,kvenna"kvennafans á málþingi Málmfríðar á laugardaginn á Akureyri, alveg endurnærð. Kíktu í myndalistann minn (undir ,,allt og ekkert" og athugaðu hvort þú finnur einhverjar spennandi konur þar, nafna.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 30.4.2007 kl. 22:41

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Úff Anna settu inn myndir af skellunum

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.5.2007 kl. 01:57

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Myndirnar komnar inn!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 1.5.2007 kl. 16:16

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband