Írak - og hvað svo?

Bush er að fjölga í herliðinu í Írak, sífellt fleiri Bandaríkjamenn eru annarrar skoðunar, heimsbyggðin fylgist með og sumir leiðtogar eru komnir með slitsár af því að reyna að þvo heldur sínar af ábyrgðinni á því sem er að gerast í Írak. Andstaðan gegn Íraksstríðinu vex og vex og ég vona að við förum bráðum að sjá fyrir endann á þessari martröð sem byrjaði fyrir fjórum árum. Að setja svona mikið vald í hendur svo fárra manna gegn andstöðu sem jafnvel nær til meirihluta þeirra þjóða sem þeir eiga að vera fulltrúar fyrir hlýtur að vera rangt. Er ekki kominn tími til að hugsa stjórnmál og völd upp á nýtt og finna betri leið en þá sem hefur leitt okkur út í þessa óásættanlegu stöðu?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Jú Anna ...algerlega er kominn tími á breytta stjórnun og tilfærslu á valdi. Þetta er bara fyrir neðan allar hellur að við skulum þurfa horfa upp á svona vitleysisgang með öllum þeim hörmungum sem þeim fylgja. Verðum bara að standa upp og segja hingað og ekki lengra. Ekki gefa þessum mönnum atkvæði okkar....og sýna mjög styrka samstöðu um hvaðvið viljum og hvernig.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 19.3.2007 kl. 20:59

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

dittó hér, Irakstríðið er skömm, hræðilegt, og eitthvað þarf að gerast !

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 20.3.2007 kl. 15:34

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband