Til að fyrirbyggja misskilning

Þegar ég byrjað að blogga á Mogganum fyrir tveimur sólarhringum eða svo hafði mikil umræða spunnist um frétt Morgunblaðsins um dóm Hæstaréttar yfir kynferðisbrotamanni. Fyrir níðingslegt brot þótti við hæfi að létta dóminn úr vægum í sama sem engan, 24 mánuðum í 18. Tek ofan fyrir ritstjórn Morgunblaðsins fyrir að hafa slegið málinu upp með þessum hætti. Ef þetta er ekki fréttnæmt, þá veit ég ekki hvað ætti að vera það. Tel ég þó að jafnaði að allt í lagi sé að stíga varlega til jarðar í blaðaumfjöllun, en blaðið sagði ekki annað en þáð sem satt og rétt var og uppstillingin á dómurunum, eins nöturleg og hún var, átti rétt á sér að þessu sinni. Það ER fréttnæmt hverjir taka slíka ákvörðun.

Til að fyrirbyggja þann misskilning að ég sé skoðanalaus í málinu, þá blanda ég mér hér með í umræðuna, þótt seint sé.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg G. Hansen

Venjulegt fólk á náttulega ekki orð yfir þeim dómum sem fallið hafa að undanförnu í kynferðisafbrotamálum.  Held að það sé komið að þolmörkum þjóðarinnar hvað þessi mál varðar.

Vilborg G. Hansen, 5.2.2007 kl. 08:13

2 identicon

Sæl vertu

Ég ætla að vona að fólk hætti ekki að reyna að breyta þjóðfélaginu.

 kv Gestur (http://gammur.blogspot.com)

Gestur Svavarsson 5.2.2007 kl. 15:25

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Það er hægt að reyna að hætta að breyta þjóðfélaginu en það er hins vegar ekki hægt að hætta ;-) alla vega ekki með öll þessi verk óunnin.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 5.2.2007 kl. 23:38

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Fólk er greinilega enn mjög heitt út af þessum dómi. Refsiramminn er skýr og segir allt sem segja þarf um mat löggjafans á alvarleika brotsins. Það þýðir ekkert að skýla sér á bak við dómahefð að þessu sinni. Man að til greina kom að setja  lágmarksrefsingu við brot af þessum alvarleik og sveið sárt að heyra þau rök gegn því að ef til vill myndi lágmarksrefsing draga úr líkum á að sakfellt yrði í einhverjum tilvikum. Sorgleg rök. Vildi benda á hvað Guðrún Jónsdóttir hjá Stígamótum, sú frábæra kona, sagði í spjallþætti síðdegis. Hún sagði að sér fyndist nær lagi að dæma þennan mann í eitt og hálft ár fyrir hvert fórnarlambanna fimm - undir  það get ég tekið heilshugar.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 6.2.2007 kl. 01:07

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband