Lög sem verða fallega ósannfærandi

Einhvern tíma hef ég skilgreint (hluta af) tónlistarsmekk mínum á þann hátt að ég hefði dálæti á laglausum karlmönnum og greindarlegum stúlkum. Ekki þarf að fjölyrða um greindarlegu stúlkurnar, Björk, Susan Vega og núna seinast Láru Rúnars með lagið Honey, you are Gay, sem mér finnst alveg æði. En ég var að gera aðra uppgötvun varðandi laglausu karlmennina, þeir hafa einstakt ,,lag" á að syngja kraftmikil lög svo veiklulega að þau verða ósannfærandi en um leið eru sum þeirra alveg lygilega skemmtileg. Barði Jóhannsson söng ,,Stop in the Name of Love" þannig að það hefði ekki stoppað kjaft

og hljómsveitin Cake á heimsmet í ósannfærandi flutningi á laginu ,,Í will survive" og álitamál hvort hljómsveitin komst lifandi í gegnum flutning lagsins.

Góð helgarpæling.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband