Ögmundur, Álftanes og útrásarvíkingarnir ... og svo hún Guðfríður Lilja

Mikið er það gott að finna að þingmenn VG í kjördæminu okkar Álftnesinganna skoða okkar mál í skynsamlegu samhengi. Þetta hef ég heyrt með beinum hætti hjá Guðfríði Lilju og er henni mjög þakklát fyrir það og í dag einnig með óbeinum hætti er Ögmundur dró upp nöturlega mynd í útvarpsviðtali síðdegis. Þar lagði hann eftirfarandi staðreyndir á borðið sem ég lýsi með eigin orðum: Meðan verið er að djöflast í litlu sveitarfélagi sem sagt er skulda sjö milljarða, sem liklegar eru þó aðeins fjórir, þá er mulið undir útrásarvíkinga sem skulda hundruð milljarða, og ekkert virðist eiga að gera eða vera hægt að gera.

Jasvei!

Hér er tengill á viðtalið í síðdegisútvarpinu þar sem Ögmundur notar auðvitað eigið orðaval:

Síðdegisútvarpið 10/2/2010 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband