Ég ætla svo sannarlega að vona að þetta verði gleðilegt ár ...

Óska mínum góðu bloggvinum gleðilegs árs og vona að þetta verði þeim öllum gott og gleðilegt ár. Því er ekki að neita að ég horfi fram á árið með blendnum tilfinningum. Þó hef ég hamast eins og ég get að reyna að hafa smá áhrif (helst vildi ég að áhrif sem allra flestra stýrðu ferð) á það hvert við stefnum á þeim vettvangi sem ég þekki skást, í ræðu og riti á pólitískum vettvangi og í samskiptamiðlum. Hef ekki gefið mér tíma í of mikið blogg, í hvert sinn verður að forgangsraða. Jafn ósátt nú sem fyrr með vegferð stjórnvalda í ESB-málum og skil ekki alveg þá fórn, ekki nú frekar en þegar til hennar var efnt. Vonir mínar um gott stjórnlagaþing eru líka blendnar, en ég vona einlæglega að það skili góðum tillögum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband