Bullandi málefnaumræða hjá okkur Vinstri grænum - og okkar fólk með uppbrettar ermar

Málefnaumræðan hjá Vinstri grænum er spennandi þessa dagana og í kvöld lenti ég í því að þurfa eiginlega að sitja tvo málefnafundi samtímis (í feministahópi og utanríkismálahópi), sem merkilegt nokk tókst bara nokkuð vel. Sá fyrri hófst klukkan átta og sá síðari hálftíma seinna þannig að hægt var að ná því helsta úr báðum fundum og ef vg_logo_rautt_web.jpgég væri líka Ung vinstri græn hefði ég þurft að vera á þremur fundum í kvöld. Um helgina verður landsfundurinn okkar og stefnir í metþátttöku, enda gaman að vera vitni að því að fylgjast með okkar fólki með uppbrettar ermar að taka til hendinni í samfélaginu og fær vonandi að halda því áfram eftir kosningar. Ekki spillir að grasrótin (þar er ég eitt af ýlustráunum) er mjög vel virk og veitir aðhald sem alltaf er þarft, en kann líka vel að meta það sem vel er gert.

Svo var það bara vinna og myndlist í mátulegum hlutföllum líka, eins og venjulega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Bullandi málefnaumræða" .. það er rétta orðið.

Nonni 18.3.2009 kl. 11:59

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Vona að við Nonni skiljum orðið sama skilningi ;-) það leynir sér ekki á mínum texta hvað ég á við.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 18.3.2009 kl. 20:23

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband