Forval VG í Suðvesturkjördæmi um næstu helgi - Ögmundur víkur fyrir Guðfríði Lilju og ætlar að vinna eitt sæti enn

Í seinustu kosningum vann Ögmundur Jónasson þingsæti fyrir VG í Suðvesturkjördæmi, sem er rótgróið íhalds- og kratakjördæmi. Nú ætlar hann sér að vinna eitt þingsæti enn og sækist eftir öðru sætinu fyrir sjálfan sig og fyrsta sætinu fyrir Guðfríði Lilju Grétarsdóttur, sem er mjög spennandi valkostur. Núa á ég loksins kost á því sjálf að kjósa í forvali VG og ætla sannarlega að skemmta mér vel yfir því að raða á góðan og sigurstranglegan lista næstkomandi laugardag.

Og svo á Elísabet systir afmæli í dag ;-)

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ögmundur "rokkar".  - Vonandi tekst honum að ná þrem þingmönnum inn, ég yrði ekki hissa.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 9.3.2009 kl. 18:32

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Til hamingju með systurina. Ég skellti afmæliskveðju á Facebook-síðuna hennar.

Guðríður Haraldsdóttir, 9.3.2009 kl. 19:31

3 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Guðfríður Lilja og Ögmundur yrðu frábært tvíeyki í Kraganum. Fáir, ef nokkrir, eru betri málsvarar þeirra sem standa höllum fæti í þjóðfélaginu. Það er mál til komið að breyta til. Undanfarna tæpa 2 áratugi hefur réttur hins stóra til að traðka á hinum smáa verið aðalinntakið í stefnu stjórnvalda. Besta leiðin til jöfnunar í samfélaginu er að kjósa VG í vor. Baráttukveðja.

Sigurður Sveinsson, 10.3.2009 kl. 09:07

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með VG og stystur þína.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.3.2009 kl. 10:21

5 Smámynd:

Líst vel á þá röð þótt ég hafi smá áhyggjur af að Guðfríður Lilja sé kannski ekki nógu þekkt til að hala inn atkvæði í fyrsta sætinu. Ögmund líst mér þó vel á - hef trú á honum sem málsvara lítilmagnans. Já og til hamingju með systu

, 10.3.2009 kl. 21:36

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ég var að fá bæklinginn með frambjóðendunum inn um dyrnar. Þetta verður þrautin þyngri, ég færi létt með að merkja við 10 manns og þyrfti þá samt að sleppa góðum kostum.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 11.3.2009 kl. 00:07

7 identicon

Viltu að ég hjálpi þér?

Helga 11.3.2009 kl. 00:34

8 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Já, takk, Helga!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 11.3.2009 kl. 02:16

9 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ég mæli með Andrési lækni. Hann hefur sett fram mjög góðar hugmyndir í efnahagsmálum.

Héðinn Björnsson, 11.3.2009 kl. 13:32

10 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Hef heyrt allt gott um Andrés, þú ert ekki sá fyrsti, Héðinn.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 11.3.2009 kl. 22:36

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband