Listir, myndlist, ástríđa, snobb og ţekking

Ţađ er margslungiđ ađ fást viđ myndlist. Eins og ég er óţreytt ađ nefna ,,lenti" ég einu sinni sem oftar (viljandi kannski) í myndlistarástríđukasti nú í haust og ekkert lát á ţví. Jafnframt sćkja á mig, eins og alltaf ţegar ég lendi í myndlistarkasti, ótrúlega áleitar spurningar um eđli listar og listiđkunar. Hópurinn sem ég er í er alveg einstaklega skemmtilegur og ţetta umhverfi er hvetjandi og skemmtilegt og ég hef eins og endranćr lćrt alveg óskaplega mikiđ af ţví ađ fylgjast međ myndlist og ađferđum annarra. Hópar eru misgefandi, ţessi er mjög fínn og ég er alltaf ţakklát fyrir ađ komast í tćri viđ góđan, kraftmikinn og skapandi hóp sem tekur myndlist grafalvarlega (eins og ég, sorrí, ţetta er bara ástríđa).

Stundum dettur mađur í ađ skođa myndlist annarra, hellir sér út í listasögupćlingar, skođun, heimspekilegar vangaveltur og ýmislegt annađ.  

Ţegar ég lauk stúdentsprófi hellti ég mér út í fullt nám í myndlist og var í ţví í nćstum tvo vetur, bestu vinkonur mínar ţar voru báđar mjög hćfileikaríkar myndlistarkonur, en geysilega ólíkar. Jóhanna Kristín Yngvadóttir lést um aldur fram, feikilega flottur málari, myrk og dramatísk, orđ eru reyndar vandmeđfarin í stuttaralegri umfjöllun um list. Hin, Svala Sigurleifsdóttir, hefur unniđ ađ sinni list jafnt og ţétt međ brauđstritinu og ég vildi svo sannarlega ađ hún vćri enn meira áberandi í íslensku listalífi en hún er nú, en ţađ getur alltaf breyst. 

En ég var ósátt viđ snobbiđ í kringum listaheiminn ţá og nú og ýmsar klisssjur og ,,sannleika" sem hefta menn í ósveigjanlega afstöđu gagnvart list og listaumfjöllun. Listaheimurinn á áttunda áratugnum var einhvern veginn allt annađ en ţađ sem togađi mig. En ég gat ekki stungiđ af og hef aldrei getađ, ekkert sem ég hef fengist viđ um ćvina hefur tekiđ jafn mikinn tíma, orku og pćlingar, ekki enn, og ţađ er auđvitađ bara yndislegt.

Hugsandi eftir daginn, umfjöllun um verk okkar nemendanna í allan dag. Ég var reyndar mjög sátt viđ ţá umfjöllun sem ég fékk. Ţađ besta er ađ ég hlusta og geri svo bara ţađ sem ég sjálf vil, er í ţannig hópi. Var hvött til ţess ađ halda áfram međ módelmyndirnar mínar, já, já, ţađ getur svo sem veriđ ágćtt, en ég hef nú reyndar ađrar hugmyndir og mun eflaust láta eftir mér, enda í frjálsri myndlist. Ţannig ađ ég held bara mínu striki og nýt ţess ađ láta myndlistina taka sífellt meiri tíma í lífinu. En ţađ sem var mest gefandi var ađ skođa verk samnemenda minna, ég var hreinlega ađ springa af ţörf fyrir ađ tjá mig um verk ţeirra og tók auđvitađ ţátt í umrćđunum, en reyndi (af međfćddri kurteisi ;-) ađ halda mínum ţćtti innlegginu innan velsćmismarka, svona tímalega séđ. Langađi ađ segja miklu meira (og reyndar allt fallegt). Inni á milli voru alls konar umrćđur og meira ađ segja óvćntur mini-fyrirlestur og svo textaskýringar viđ nokkrar myndir, sem voru áhugaverđar. En ég finn líka ađ myndlist og myndlistarumfjöllun svo mikiđ hjartans mál ađ ţađ hefur bćđi kosti og galla, mjög hugsandi yfir einu máli sem upp kom í umrćđunni. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband