Viđ mótmćlum öll (og getum ekki annađ)

Ţađ er ekki hćgt annađ en mćta á Austurvöll og halda áfram ađ mótmćla ástandinu sem verđur alvarlega međ hverjum degi. Í ţetta sinn í fylgd međ tveimur ćttliđum sitt hvoru megin viđ mig, mömmu og Óla. Mér brá pínulítiđ í brún í dag ţegar ég sá ađ tveir Evrópusambandsfánar voru á lofti, en verđ ađ vera sjálfri mér samkvćm - viđurkenni ađ ţađ er allt í lagi ađ viđ mótmćlum öll á svolítiđ mismunandi forsendum - og ég hef ekki hikstađ yfir rauđu (byltingar-) og svörtu (anarkista-) fánunum sem hafa veriđ á lofti, svo ég get ekkert sagt viđ ţví ţótt sumir mótmćlenda vilji inn í Evrópusambandiđ.

Íslenskir fánar líka á lofti eins og viđ er ađ búast, fjölskrúđugur hópur ađ vanda, pelsklćdd kona međ íslenska fánann í hönd eins og á 17. júní, vinnulúnir verkamenn viđ hliđ hennar, gamlir vinnufélagar mínir héđan og ţađan, alls konar fólk sem er búiđ ađ fá nóg. Sćtt viđtal í fréttunum viđ einn mann sem sagđi svo einlćglega ađ allir vćru farnir ađ mótmćla: Meira ađ segja ég! Minnir mig svolítiđ á hann Ólaf fóstra minn sem var manna stađfastastur í BHMR-verkfallinu um áriđ, hafđi aldrei fyrr tekiđ ţátt í verkfallsátökum og vildi ekki skipta sér af pólitík, hvorki verkalýđspólitík né annarri, en 67 ára gamall komst hann ađ raun um ađ hann gat ekki annađ en tekiđ ţátt, og ţá af heilum hug.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband