Mikið væri forvitnilegt að fá könnun um afstöðuna til Evrópusambandsins núna

Við höfum fengið skýr skilaboð um framkomu ESB og stóru landanna í sambandinu að undanförnu. Það er rík tilhneiging til þess að skipa okkur fyrir og minni til þess að semja við okkur, út af vandamálum sem upp eru komin vegna vonds regluverks EES. Nú væri forvitnilegt að fá könnun um afstöðu Íslendinga til ESB.
mbl.is Barroso: Ísland leysi deilumál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Málið sníst um grundvallar brot allra siðmentaðar þjóða, en það er jafnræðisregla sem Ísland hefur brotið.

Ákvörðun íslenskra stjórnvalda að vernda sérstaklega reikninga Íslenskra sparisjóðseigenda er brot á jafnræðisreglu, en hinsvegar hefði verið hægt að komast fram hjá henni en það er annað mál og of seint að tala um það núna.

Ég á ekki von á að þjóðir sem brotip hefur á gefi eftir, hér er um grundvallarmannréttindi að ræða.

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 12.11.2008 kl. 22:54

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Aðferðirnar sem notaðar eru gegn okkur gera það ekki auðvelt að standa í skilum við sparifjáreigendur, íslenska sem erlenda, málið er að harka og hryðjuverkalög eru kannski ágætis skilaboð frá stórveldum, en ekki til þess fallin að leysa mál, viðræður og sameiginlegur vilji til þess að leysa málin hefðu séð til þess að málin hefðu aldrei komist í þennan hnút.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 12.11.2008 kl. 22:59

3 Smámynd: Vilborg G. Hansen

Sammála þér Anna, það væri fróðlegt að fá könnun núna.  En ég hef nú oft bent á það að það væri skynsamlegt að spyrja fólk ekki bara um ESB heldur myntsamstarf líka því það er töluverður fjöldi fólks sem vill skoða slíkt.  Það er óþolandi þegar gerðar eru rannsóknir með nánast tvö kosti þ.e. viltu ganga í ESB eða ekki?  Hvernig á fólk að geta svarað sem vill Evru en ekki ESB eða aðra mynt?

Það má alveg segja að þessar kannanir séu leiðandi og ekki til þess fallnar að upplýsa um það sem almenningur vill.

                               kveðja
                                 Vilborg

Vilborg G. Hansen, 13.11.2008 kl. 08:36

4 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Innganga í Evrópubandalagið er EKKI á döfinni eftir framkomu bandalagsþjóða mót Íslandi núna á neyðarstundu.  Breski Brown er búinn að knésetja okkur og núna hefur Evrópubandalagið sett afarkosti okkur aumum.  Þeir hafa fengið fyrrum bræður okkar Norðmenn með sér, eina þá þjóð í heiminum sem var aflögufær og núna vill enginn hjálpa Íslandi á fæturna: Því Evrópubandalagið og IMF (alþjóðagjaldeyrissjóðurinn) hafa ákveðið að ekki bara stinga hnífnum í okkur, heldur snúa honum og salta svo í sárið! 

Baldur Gautur Baldursson, 13.11.2008 kl. 09:57

5 identicon

Ég á erlenda eiginkonu sem þekkir hvernig hlutirnir ganga fyrir sig í stærri löndum. Hún sagði strax að þetta væri plan til að knésetja Ísland og ná yfirráðum yfir auðlindum okkar. Ég vildi ekki trúa því.

Ég trúi því hins vegar í dag. Það hefði verið lítið mál fyrir stórþjóðir að styðja okkur og koma í veg fyrir hrun bankann. Það þjónaði bara ekki þeirra hagsmunum.

Núna túlka þeir allt okkur í óhag. Af hverju skyldi það vera?

oskar 13.11.2008 kl. 10:25

6 identicon

Vitleysa er þetta, EU regluverkið er fyrir hendi, við bara fórum ekki að leikreglunum eins og okkur er lagið. Það er ætlast til í EU reglugerðum að hið ábyrga yfirvald í hverju aðildarlandi sinni sínu hlutverki. EU er að opna mikið fyrir frelsi í viðskiptum og færa valdið frá miðstjórn. Við náttlega ákváðum að vera víkingar og gera strandhögg af því að það er hægt sé ekki farið að leikreglunum. Svo þegar við fáum réttilega á kjaftinn þá eru allir svo vondir við okkur... búhúhúh..! Við eigum auðvitað að ganga í ríkjasamband sem fyrst (EU eða USA). Strax!

Guðjón Atlason 13.11.2008 kl. 15:43

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband