Fallegt lag sem fáir þekkja - en er samt svo kunnuglegt

Held ég hafi ekki heyrt þetta lag fyrr en árið 1993, þegar ég átti leið um Ástralíu, þetta var greinilega uppáhaldslag píanistans á barnum á hótelinu mínu, og hann var virkilega flinkur. Grennslaðist fyrir um lagið, það heitir Jessica's Theme, heyrði það í nokkrum öðrum útgáfum, það er ástralskt, úr myndinni: The Man from the Snowy River með Kirk Douglas og fleiri góðum, undarlega kunnuglegt lag, þótt ekki hafi mjög margir séð myndina, held ég, enda er hún frá sjötta áratugnum. En alla vega, njótið vel:

 

Þetta er reyndar ekki besta útgáfan sem ég fann, hún er hér (linkur - YouTube vill ekki að við fellum þessa útgáfu inn í síðurnar okkar):

http://www.youtube.com/watch?v=PMR7oHJoXTA


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Fallegt lag. Eigðu ljúfan dag mín kæra

Aprílrós, 10.11.2008 kl. 07:29

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk sömuleiðis.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 10.11.2008 kl. 16:16

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband