Elfa í ævintýraveröld, stjórnarslitin sem kannski verða og Seattle í síðsumarbúningi

Ævintýraveröldin sem Elfa vinkona mín er búin að byggja upp hér rétt norðan við Seattle er með ólíkindum. Ég hef alltaf vitað að hún væri snjöll en satt að segja hætti ég seint að vera hissa, hér er bæði hús og listahús sem hún hefur verið önnum kafin að byggja upp.

Elfa og Tom sýndu mér Seattle í dag þegar ég kom af flugvellinum og satt að segja er borgin enn flottari en ég gerði mér grein fyrir. Ekki spillti veðrið, sól og blíða. Fórum meðal annars á bændamarkaðinn sem næstum var búið að slátra á níunda áratugnum og á söguslóðir Starbucks og Sleepless in Seattle, en síðarnefnda hverfið er satt að segja alveg ótrúlega fallegt. Myndamál í smá flækju, þar sem mér hefur ekki tekist að útvega mér hleðslutæki fyrir myndavélina mína með amerískri snúru, þrátt fyrir ítrekaða leit. En það gæti verið að við séum að finna lausn á því.

Svo var ég auðvitað spurð um ástandið heima og ég svaraði sannleikanum samkvæmt að ég vissi ekki, þegar ég fór í flugið, hvort stjórnin væri enn lifandi þegar ég lenti. Ummæli Björns Bjarnasonar og Jóns Baldvins gefa ekki mikið tilefni til þess að treysta því.

Hef það frábært og íhuga að akitera fyrir ættarmóti hér um slóðir. Þá gæti Andy spilað hér, Anne og Nína mætt á þorrablót, Elísabet systir gæti kíkt til Helgu í leiðinni og svo hefði ég Ara, Óla og Hönnu hér, mamma myndi ábyggilega heillast af listahúsinu hennar Elfu, svo eru nokkrar vinkonur sem þurfa að sjá meira ... og já, ég mun skila öllum góðum kveðjum, í orði og verki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Gaman hjá þér. Njóttu lífsins mín kæra ;)

Aprílrós, 20.10.2008 kl. 07:59

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk, það geri ég svo sannarlega.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 20.10.2008 kl. 17:24

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Já, hún Elfa er snillingur, algjör snillingur!  Mikið öfunda ég þig afþví að vera þarna úti hjá þeim góðu hjónum. - Og bið ég þig um að skila góðri kveðju til þeirra frá mér, með kæru þakklæti fyrir síðast. -

Hvernig málin standa hér á landi þennan klukkutímann er enn allsendis óvíst. - Vonandi skýrist að með morgninum.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 21.10.2008 kl. 01:14

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Það verður sönn ánægja að skila kveðjunni frá þér, Lilja, í fyrramálið, hér er klukkan rétt rúmlega eitt eftir miðnætti og nætursvefn á milli okkar og Íslands. Eitt sinn töluðum við Nína systir mín á milli ára ... það er alltaf gaman að því hvað veröldin er stór.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 21.10.2008 kl. 08:15

5 identicon

Ég hata þessa ruslpóstvörn af öllu hjarta, margföldunartaflan er númerablindum á við heilan her hungraðra ísbjarna.

Hér á Íslandi heldur allt áfram að hrynja, Spron fer líklega til gamla fjandans í Seðlabankanum á morgun. Annars er þetta allt svolítið grátbroslegt, kemur okkur svo vel að hafa fólk eins og Hannes Hólmstein í stjórn Seðlabankans núna. Hvar er skúringakonan sem Davíð rak hér um árið? Hennar er sárt saknað, einhver þarf að skúra vandlega út úr þeirri stofnun sem allra fyrst.

Annaðhvort eru Íslendingar æðrulausir eða þjóðin er öll haldin skuggalegri númerablindu. Hér ganga menn um og hlæja taugaveiklunarlega, þegar þjóðarskútan berst í tal.

Elfa, ekki koma heim á næstunni. Leyfðu okkur hér heima að þrífa aðeins vígstöðvarnar áður en þú sest upp í flugvél sem tekur stefnuna í norðurátt.

Borghildur Anna 21.10.2008 kl. 12:51

6 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Vá, hvað það væri gaman að sjá ævintýralandið hennar Elfu. Þau bjuggu í litla sæta bænum La Conner þegar ég heimsótti þau í janúar 2002. Mikið langar mig að heimsækja þau á nýja staðinn. Bestu kveðjur til þín og þeirra.

Guðríður Haraldsdóttir, 21.10.2008 kl. 18:13

7 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Gurrí mín, það er þér að þakka meðal annars að við Elfa eyddum deginum í La Conner, þú varst búin að segja mér svo mikið um þann stað. Æjá, Borghildur, það er búið að vera undarlegt að vera ekki á landinu á meðan það hefur allt verið að hrynja, svolítið óraunverulegt.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 22.10.2008 kl. 04:54

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband