,, Ísland þarf öflugra skip og meiri varnir ef það ætlar á annað borð að taka þátt í því fjórfrelsi sem fylgir samstarfinu í Evrópu.

Las með athygli grein Ingibjargar Sólrúnar í Morgunblaðinu. Það hlýtur að vera erfitt að vera kippt út úr hringiðunni vegna veikinda þegar slíkir atburðir gerast. Nógu einkennilegt finnst mér að fylgjast með gegnum netið og símtöl við mína nánustu og vera stödd erlendis núna, en ég hef þó verið á hliðarlínu stjórnmálanna svo lengi og kann því vel. En sem sagt það sem ég gríp á lofti í grein Ingibjargar Sólrúnar er þessi setning:  ,,Ísland þarf öflugra skip og meiri varnir ef það ætlar á annað borð að taka þátt í því fjórfrelsi sem fylgir samstarfinu í Evrópu." Þetta er angi af því sama og Björgvin G. Sigurðsson sagði um daginn um að ekki hefði verið hægt að stöðva of mikla útþenslu bankanna vegna EES. Við erum sem sagt ekki í stakk búin til að vinna undir regluverki fjórfrelsisins og ESB eins og sakir standa, það er deginum ljósara. Úr því þarf að bæta með öllum tiltækum ráðum. Síðan getum við tekið slaginn um hvort Íslandi sé betur borgið innan ESB eða utan og hvort Euro-ið (sem við myndum ekki fá að kalla Evru) henti okkur betur en annar gjaldmiðill, til dæmis endurreist íslensk króna. Það er verðugt verkefni að uppfylla þau skilyrði sem eru fyrir aðild að myntbandalagi Evrópu, en niðurstaðan þarf ekki að vera sú, í fyllingu tímans, að það sé best til að vernda hagsmuni okkar.

Þetta er dýr lexía sem við erum að læra núna. Næstu markmið ættu að liggja nokkuð ljós fyrir, við þurfum að bæta og breyta um efnahagsstefnu og hafa skýrara regluverk í kringum fjármálaumsvif þau sem við eigum aðild að í framtíðinni. Við vitum ekki hvernig staðan verður þegar þessari tiltekt er lokið og sá slagur hvað þá tekur við mun óhjákvæmlega bíða betri tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband