Hugsjónir og mænuskaði

Samtök sem berjast fyrir bættum hag fólks með mænuskaða eru að fara í mikla fjáröflun á næstunni og ég ætla rétt að vona að allir verði tilbúnir að leggja þessum málstað lið. Elfa vinkona mín Gísladóttir (sumir muna best eftir henni sem Beggu frænku á Stöð 2) var hér í sumar og langaði að vera með í einhverju slíku átaki, eins og því kraftaverkaátaki sem gert var í þessum málaflokki fyrir 20 árum að mig minnir. Ragnheiður Davíðsdóttir hefur auðvitað verið pottur og panna í þessu máli og ég gleðst því innilega yfir því að hún keyrir málið áfram núna þótt Elfa hafi ekki náð að vera með í þessu átaki á meðan hún var á landinu (hún er leikhússtýra með meiru í Washington-fylki í Bandaríkjunum núna en bjó áður í Kanada). Og nú er allt á fullri ferð í málinu. Það er svo margt hægt að gera með samstilltu átaki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Ég ætla að vona að sem flestir taki þátt í þessari fjáröflun.

Linda litla, 16.9.2008 kl. 09:09

2 identicon

Þarft mál sem þarf að fá stuðning sem um munar.

Anna Ólafsdóttir (anno) 16.9.2008 kl. 20:08

3 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 16.9.2008 kl. 22:54

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband