Ótrúlega afslöppuð eða útúrstressuð á leið í spurningakeppnina Útsvar í kvöld með Guðmund Andra og Hilmar Örn mér við hlið

Eiginlega hef ég ekki hugmynd um hvort ég er ótrúlega afslöppuð eða útúrstressuð yfir því að vera að fara í spurningakeppnina Útsvar í kvöld, fyrir hönd Álftnesinga. Með mér í liði eru reynsluboltarnir Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur og Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði, tónskáld og tónlistarmaður, og fullkomin leynd hvílir yfir undirbúningi. Það skal þó upplýst að bensínafgreiðslumaður í Garðabæ hefur áhyggjur af leikhæfileikum okkar og giskgetu (og örugglega margir fleiri), námsmaður í Ungverjalandi þurfti að senda fyrirspurn um hvort Útsvar yrði nú örugglega sent út á neitinu (svo er sagt) og ekkert okkar, að ég held, hefur boðið ættingjum sínum að vera við, þó hefur frést að einhverjir hafi sjálfir útvegað sér miða. Guðmundur Andri hefur skirfað mjög spaklega grein í héraðsfréttablaðið okkar, alftanes.is um hvað maður sé miklu gáfaðri í sófanum heima en við spurningaborðið, tek undir hvert einasta borð, hef nefnilega einu sinni áður látið véla mig í spurningakeppni í sjónvarpi. Frést hefur að Fjarðabyggð, sem við etjum kappi við, hafi skipt út öllu sínu liði frá því í fyrra.

Kvenfélagið á Álftanesi mun, ásamt Lions, gera grín að okkur á komandi þorrablóti, hvort sem við vinnum eða töpum, ef marka má reynsluna frá í fyrra, en þá var ég reyndar ekki með í liðinu. Hef samt orðið þess heiðurs aðnjótandi að vera skotspónn á þorrablóti, endur fyrir löngu, ásamt fleirum reyndar, og fannst það miklu skemmtilegra en sumum hefur þótt, nefni engin nöfn ;-)

Þannig að þetta verður yndislega sveitó hjá okkur, eins og það á einmitt að vera. Bara gaman!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Gíslason

Dálítið sérstök tilfinning að horfa á Fjarðabyggð á móti Álftanesi, þar sem ég hef búið síðustu árin á þeim frábæra stað Álftanesi en æskuárini liðu öll svo ljúft austur í 740 Fjarðabyggð.  Gangi ykkur vel. 

Gísli Gíslason, 12.9.2008 kl. 16:49

2 identicon

Ja, hérna, mín kæra, þú kannt að lúra á frétt fram á síðustu stundu!  Segi nú bara gangi þér og strákunum vel í kvöld: Mun sitja fyrir framan skjáinn með allar tær og alla putta krossaða, bæn á vör og sennilega missir hjartað úr eitt og eitt slag ef jafnt verður á með liðunum.  Ef þú verður gerð burtræk úr Kvenfélagi Álftaness vertu þá bara velkomin í Kvenfélag Nýjadalshrepps: Gáfu-kvenna-nefnd KFN vantar forystukonu 

Guess who 12.9.2008 kl. 17:26

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk bæði, og svo er ekki hægt að reka mig úr Kvenfélaginu, af því ég er ekki í því ;-)

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 12.9.2008 kl. 18:03

4 Smámynd: Ragnheiður

Þið eruð bara flott í þessu !

Ragnheiður , 12.9.2008 kl. 20:36

5 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Gangi ykkur vel.

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 12.9.2008 kl. 20:53

6 Smámynd: Ragnheiður

Já !!!

Ragnheiður , 12.9.2008 kl. 21:13

7 identicon

Jæja, mikið er mér nú létt að geta rétt aftur úr puttunum, tánum og liðunum almennt, hætt að þylja bænir og komið hjartanu í lag . Haustfundir kvenfélagsins eru haldnir í grjótfoki - uppáhaldinu þínu.   Til hamingju með sigurinn!

NN 12.9.2008 kl. 21:22

8 Smámynd: Brynja skordal

Glæsilegt hjá ykkur þið voruð frábær þegar þið komust á fullt skrið en spennan var orðin rosaleg í lokin til hamingju Anna og co

Brynja skordal, 12.9.2008 kl. 21:34

9 identicon

Ótrúlegur endasprettur hjá ykkur.

Ég verð nú að viðurkenna að undir lokin var ég farin að efast stórlega um að þetta hefðist hjá ykkur. En frábær frammistaða.

Stolt af ykkur...

Jóhanna 12.9.2008 kl. 21:50

10 Smámynd: Einar Indriðason

Til lukku :)

Einar Indriðason, 12.9.2008 kl. 22:15

11 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ég held að það sé alla vega ekki hægt að biðja um meiri spennu, þetta var bara æðislega gaman.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 12.9.2008 kl. 22:37

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Anna: Mér fannst þú svo mikil dúlla og svo hlærðu svo smitandi hlátri og þess vegna held ég dedd með þér.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.9.2008 kl. 22:40

13 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

ÞIÐ VORUÐ ÆÐISLEG!!!! Var að enda við að horfa á þáttinn á Netinu og passaði mig á því að kíkja ekki á bloggið áður. Þetta var rosalega spennandi, frábærir andstæðingar líka. Mikið er ég montin af ykkur!

Guðríður Haraldsdóttir, 13.9.2008 kl. 00:54

14 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk öll, sammála um andstæðingana, þetta voru sko engin lömb að leika sér við. Þeim mun betur kunnum við að meta það að hafa þetta á stórfurðulegum endaspretti, en þetta var bara rosalega gaman, og skynsamlegt hjá þér Gurrí að horfa fyrst á þáttinn á netinu og svo að hætta þér á bloggið. Fylgdist stíft með þér í fyrra ...

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 13.9.2008 kl. 01:12

15 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Þetta var flott hjá ykkur og til hamingju, ég var búinn að afskrifa ykkur en þvílíkur endasprettur svona á að gera þetta aldrei að gefast upp...

Hallgrímur Guðmundsson, 13.9.2008 kl. 10:16

16 Smámynd: Þóra Sigurðardóttir

Innilegar hamingjuóskir með sigurinn Þessi þáttur í gær var ótrúlega spennandi  þar sem bæði liðin stóðu sig mjög vel.

Þóra Sigurðardóttir, 13.9.2008 kl. 12:13

17 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Innilega til hamingju með sigurinn. What a comeback, segi ég nú bara. :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 13.9.2008 kl. 12:55

18 Smámynd: Helga Björg

til hamingju með sigurinn :)

Helga Björg, 13.9.2008 kl. 18:58

19 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl Anna. Var að horfa á þáttinn núna endursýndan. Afar skemmtilegur þáttur og stórsigur yfir þessu frábæra liði að austan. Til hamingju kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 13.9.2008 kl. 20:10

20 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk enn og aftur, öll með góðu straumana!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 13.9.2008 kl. 22:42

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband