Menning og þýðingarvilla, ættingjar og pest

Lítið fer fyrir menningu hér á bæ á þessari menningarnótt (sem er reyndar þýðingarvilla úr skandinavísku, efitr því sem ég best veit og byrjaði rosalega vel á því að allt var opið og skemmtilegt fram til fjögur eða fimm að morgni, eða þar til einhver áttaði sig á því að kulturnat er menningarKVÖLD).

flugeldarÉg er sem sagt lögst í pestina sem ég hélt að ég hefði sofið úr mér í gær. Það var smá misskilningur. Í dag var ég þó svo brött að ég skrapp á ættarmót í ausandi rigningu á Þórisstöðum í Svínadal í Hvalfjarðarsveit býst ég við. Sem betur fór höfðum við aðstöðu inni, því mæting var rosalega góð. En þegar leið að afmæli sem við Ari ætluðum í var ég orðin æði framlág og ákvað að dreifa eymd minni ekkert frekar heldur kúra og reyna enn að koma þessari ,,bíp" pest af mér.

En ég ætla, eins og allir aðrir á Íslandi, að vakna í fyrramálið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf María Brynjarsdóttir

Takk fyrir daginn frænka. Gaman að sjá ykkur öll (fyndið samt hvað maður sest alltaf hjá sínum (náttl. að skyldu kossinum loknum), borðar með sínum og fer svo með sínum) Yndislegt þó að sjá svo marga í þessari "pípandi" rigningu.
Vona svo að þú hressist fljótt og vel
Með kveðjum úr Borgarfirðinum
Olla

Ólöf María Brynjarsdóttir, 23.8.2008 kl. 22:55

2 Smámynd: Aprílrós

Góðan bata . ;)

Aprílrós, 23.8.2008 kl. 23:43

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk sömuleiðis, Olla, og takk allar. Og svo hugsum við allar eitthvað rosalega fallegt í fyrramálið!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 24.8.2008 kl. 00:46

4 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Vona samt að þú hressist fljótt og getir notið þess að horfa á leikinn í fyrramálið.

Ester Sveinbjarnardóttir, 24.8.2008 kl. 03:24

5 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Góðan bata, ég vona að þér slái ekki niður vegna gengis strákanna okkar.

Guðríður Haraldsdóttir, 24.8.2008 kl. 08:56

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk, takk, mér líður vel út af strákunum okkar, þetta var bara erfiður leikur og Frakkar búnir að fara miklu auðveldari leið í þennan úrslitaleik, en þeir áttu sigurinn alveg skilinn. Hins vegar eru strákarnir okkar auðvitað langbestir og ég er svo fegin að vera farin að sjá þá brosa aftur. Það má ekkert skyggja á gleði þeirra núna, nýta metnaðinn á uppbyggilegan hátt, það er lagið!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 24.8.2008 kl. 10:16

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband