Frækilegur ,,sigur" landsliðsins gegn Dönum 32:32

Þessi leikur áðan var alveg óbærilega spennandi og ég hafði fyrirfram ekki búist við að hafa taugar til þess að horfa á hann. En samt gerði ég það og sé ekki eftir því. Lok fyrri hálfleiks gerðu út um leikinn að mínu mati, yndislegur kafli, og svo auðvitað vítið, sem ég NB þorði að horfa á! Gaman að heyra viðtölin á eftir, þar sem fréttamaður talaði trekk í trekk um sigurinn gegn Dönum þar til Guðjón Valur leiðrétti hann hæversklega, þetta var nú jafntefli ...

Sem minnir mig á annað svipað, þegar Frakkar urðu heimsmeistarar (held ég frekar en Evrópumeistarar) í fótbolta og léku svo fyrsta leikinn sinn á eftir keppnina við Íslendinga, sem ,,sigruðu" þá 1:1. Ég var að segja frá þessu á pöbb í Englandi skömmu síðar, þar sem nokkrir fótboltaglaðir Tjallar skemmtu sér vel yfir orðalaginu og voru alveg sammála því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

En þetta var sigur, sætur sigur, þó að tölurnar segu jafntefli. - Íslendingar eru komnir í 8 liða úrslitin, svo það er sigur, -  á miða við það sem allir bjuggust við, í upphafi.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 16.8.2008 kl. 21:05

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ég held að það geti allir verið sammála því að þetta er sætur ,,sigur".

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 16.8.2008 kl. 23:52

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband