Blágresið festir rætur

Nei, þetta er ekki pólitísk frétt. Þannig er mál með vexti að ég hef verið að reyna að koma blágresi til hér fyrir aftan sumarbústaðinn, og nú sé ég að blágresið sem ég flutti af baklóðinni okkar í Blátúninu á Álftanesi er búið að skjóta góðum rótum hér í Borgarfirðinum og virðist ætla að lifa góðu lífi hér. blagresiVeit hins vegar ekki hvernig verður með blágresisfræin mín, sem ég setti niður fyrr í sumar. Það verður allt að koma í ljós. Eftir þennan frekar fúla dag í sögu borgarinnar er þó alltaf gott að geta fjallað um eitthvað skemmtilegt sem er bæði blátt og grænt, og þá á ég sannarlega ekki um sjallana og framsókn.

Hann Trausti, fyrrverandi nágranni minn, mikill og einlægur kommi, sagði við mig, þegar ég varð með óbeinum hætti til þess að gatan okkar var skírð Blátún: Anna, hvernig gastu gert mér þetta? Mér til málsbóta get ég sagt að ég er hrifin af mörgum litum en verð að viðurkenna að orðið Blátún hafði sérstakan sess í huga mér frá því ég horfði yfir á fallega húsið Blátún við Kapaskjólsveg af fjórðu hæðinni í blokkinni minni þegar ég var lítil. Þannig að þegar við byggðum úti á Álftanesi þá fékk ég leyfi eins afkomandans í Blátúni til að nota nafnið á húsið okkar og það var síðan yfirfært á götuna. Í bakgarðinum er að sjálfsögðu góð blágresisbreiða og fleiri falleg bleik og blá blóm blómstrandi, en blágresinu ánetjaðist ég í sveitinni minni á Sámsstöðum í fljótshlíð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Til hamingju með blágresið....hvíld að lesa um jurtir. Blágresi keypti ég síðata sumar en það kom ekki upp í vor.............

Hólmdís Hjartardóttir, 15.8.2008 kl. 01:22

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ég lenti líka í þessu í fyrra, en vona að harðgeru jurtirnar mínar úr Blátúni komi aftur upp næsta sumar, alla vega eru þær komnar vel af stað núna.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 15.8.2008 kl. 01:30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband