M-heilkennið: Monk og Morse

Lítið horft á sjónvarp þessa dagana, og lítils að sakna. Samt kíktum við Nína á Morse á DVD um daginn og núna stend ég sjálfa mig að því að horfa á Monk, í stað þess að uppfæra handrit sem ég er með í höndunum. Alla vega þá eru þetta með skemmtilegustu spæjurunum sem ég fylgist með, svona eins konar M-heilkenni. Matrix er reyndar annað dæmi, en líka gott M-mál. Það sem ég er að velta fyrir mér er hvort ég hafi ánetjast fleiri M-spæjurum. Þið þekkið það eflaust betur en ég, en alla vega, þá væri gaman að vita af fleiri svona M-spæjurum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hef aldrei nennt Monk, sá einn þátt og gaf svo upp á bát.

Matrix hins vegar.  Jess.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.7.2008 kl. 21:47

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband