Góða veðrið, golf og óspilað tennis

Veðurblíðan hér í Borgarfirðinum er búin að vera með eindæmum og á mánudag þegar ég átti erindi í bæinn ætlaði ég aldrei að koma mér af stað, því veðrið var svo rosalega gott. Missti fyrir vikið af fyrsta tennistímanum sem ég ætlaði að taka, en mér skilst að kvennatímar séu í nýju tennishöllinni á mánudagskvöldum. Tékka næsta mánudag ef ég verð í bænum. Í staðinn fór ég í golf í fyrsta sinn á árinu, ég er mjög léleg í golfi, mun verri en í tennisíþróttinni, en það spillir ánægjunni ekkert. Stafalogn á Álftanesi, öldugjálfrið við völlinn í Haukshúsum alveg yndislegt og miðnætursólin heillandi. Þótt ég fyndi ekki fjórðu holu fyrr en ég var að fara heim, þá var þetta rosalega skemmtilegt kvöld.

Núna er sól og blíða hér í Borgarfirðinum, við Nína erum að flatmaga í sólinni og vinna á milli, og leiðin liggur í bæinn í kvöld. Eigum báðar erindi í bæinn, Nína reyndar að eyða seinustu dögunum í bili hér heima á Íslandi, en vonandi verður hún komin hingað alkomin eftir hálft ár eða ár. Við ætlum að koma við á æfingasvæðinu á Hamarsvellinum á leiðinni í bæinn, Nína hefur áhuga á að læra golf og undir venjulegum kringumstæðum hefði verið golfkennari á svæðinu en nú eru ,,jólin" hjá þeim á Hamarsvellinum, aðalmót sumarsins og mikið fjör skilst, mér, eða eins og indælis maður sem ég talaði við sagði: Nú eru jólin! og þá eru auðvitað allir í þeim fagnaði. En við getum alla vega slegið nokkrar kúlur á æfingasvæðinu þar, sem er bara mjög gott.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Veðurkveðjur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.7.2008 kl. 17:53

2 identicon

Ég keyrði um Borgarfjörð á mánudaginn var og stoppaði við vegasjoppuna Baulu(ætti eiginlega að nota eitthvað fallegra orð, því að þjónustan er svo fín þar). Þegar ég horfði á hitamælinn í bílnum sýndi hann 24 stiga hita!!! Þegar ég steig út var tilfinningin eins og maður væri staddur við Miðjarðarhafið. Dásamlegt

Bestu kveðjur til þín

Anna Ólafsdóttir (anno) 10.7.2008 kl. 22:55

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Mánudagurinn var einstakur, en hinir dagarnir hafa lítið gefið honum eftir. Og mikið er ég sammála þessu með ljúflingana í Baulusjoppunni, þetta eru nú næstu nágrannar mínir í bústanum, eða svo gott sem.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 10.7.2008 kl. 23:29

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Góða helgi sömuleiðis allar saman!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 11.7.2008 kl. 10:56

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband