Hélt að svona menn væru ekki framleiddir lengur ... Neytandi neitar að sitja undir fordómum afgreiðslumanns

Var næstum búin að gleyma að henda þessari (sönnu) sögu inn og kannski hafa einhverjir fleiri fengið svona afgreiðslu: 

Ætlaði að taka bensín á Olís-stöðinni í Ánanaustum í dag. Ók að þjónustudælu og sá þegar ég var komin þangað að ég hafði keyrt of langt (þarna var sem sagt bara eitt stæði við dæluna en ekki tvö eins og víðast hvar) svo ég spurði manninn sem kom að afgreiða mig hvort ég ætti ekki að færa bílinn til baka. Það umlaði eitthvað í honum og svo sagði hann stundarhátt og ofurfúll: - Þetta er svona alltaf hjá ykkur konunum!

Hmmmm, ég starði á manninn og sagði svo bara: - Ég er farin, við skulum bara sleppa þessu, - og fór. Ég var svo steinhissa að hitta svona eintak um hábjartan dag og venjulega tautar maður bara eitthvað og lætur svona kjaftæði yfir sig ganga. En ég er greinilega að verða alveg ótrúlega meðvitaður neytandi og neita að sitja undir fordómum vansæls og/eða illa upplagðs eða upp alins afgreiðslufólks (þessi var reyndar á þeim aldri að hann er eflaust búinn að gleyma uppeldi sínu). Í sjálfu sér ætti ég að hætta að versla við fyrirtæki sem hefur svona fólk í þjónustu sinni, en ljúflingarnir hjá Olís í Garðabæ eiga það engan veginn skilið og reyndar endaði ég með því að fá tankinn fylltan þar og mætti eins og venjulega engu nema ljúfmennsku. Á nokkrar uppáhaldsbensínstöðvar, reyndar hjá fleiri en einu olíufélagi.

Þetta er í annað skipti (og meira að segja á sama árinu) sem ég ákveð að láta ekki hvað sem er yfir mig ganga - þótt ég sé bara einn lítill neytandi þá getur vel verið að einhverjir fleiri neytendur finni fyrir sama viðmóti og færi viðskipti sín annað.

Spurning hvort þessi maður myndi segja við viðskiptavin sem kæmi á bíl, til dæmis mertkun X-D: - Þetta er svona alltaf hjá ykkur Sjálfstæðismönnunum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

gott hjá þér

Hólmdís Hjartardóttir, 3.7.2008 kl. 03:00

2 Smámynd: Sigurjón

Þú veist að bensínið er ódýrara í sjálfsafgreiðslu, ekki satt?

Sigurjón, 3.7.2008 kl. 05:02

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Smekklegt.  Ég hefði talað við yfirmanninn.  Kannski hefði viðkomandi verið látinn á kúrs í mannlegum samskiptum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.7.2008 kl. 09:47

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Hólmdís, ég kom bara svolítið ánægð heim til stóru systur eftir þetta. Þetta með yfirmanninn hvarflaði að mér. en bara eftir á, Jenný. Það er reyndar mjög góð hugmynd, svo framarlega sem þetta atvik lýsir ekki heildarmóralnum á stöðinni. Ég var samt aðallega ánægð með að hafa brugðist við á einhvern hátt, frekar en ekki, og hvert alla sem verða varir við óviðeigandi framkomu til að gera það sama, hver á sinn hátt. Allt er skárra en að gera ekki neitt. Og Sigurjón, jú, ég er búin að frétta þetta með sjálfsafgreiðsluna og líka ómönnuðu stöðvarnar. Á þessa fínu ,,Orku" sköfu í fórum mínum. Öll eigum við val, mig grunar að þú einhverjum krónum úr þinni buddu heimskulega, rétt eins og við hin, ef ekki þá ertu óvenjulegur.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 3.7.2008 kl. 10:30

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Seinasta setningin er eitthvað skrýtin, vantar eitt mikilvægt orð:

Öll eigum við val, mig grunar að þú EYÐIR einhverjum krónum úr þinni buddu heimskulega, rétt eins og við hin, ef ekki þá ertu óvenjulegur.

Eitt enn, ánægjan sem ég er að lýsa er reyndar bara fólgin í því að hafa ekki orðið orðlaus og reynt að leiða það hjá mér framkomu sem ég er ekki sátt við. Mjög blendin ánægja sem sagt. Auðvitað væri það ljúft ef enginn hefði svona viðhorf eins og þessi afgreiðslumaður.



Anna Ólafsdóttir Björnsson, 3.7.2008 kl. 10:37

6 Smámynd: LKS - hvunndagshetja

Glæsó

Minni samt á Atlantsolíu - til að sporna gegn samráði í verðlagningu eldsneytis. Ég fer alltaf þangað, nema reyndar eftir að verðið skaust upp úr öllu velsæmi, kaupi núna helst alltaf steinolíu, þarf ekkert hágæðadísil á minn gamla landróver diskara. En það er raunar eitt af því sem ekki er hægt að fá úti á landi. Bækur og steinolíu á bílinn. Ekki til

LKS - hvunndagshetja, 3.7.2008 kl. 19:37

7 Smámynd: Sigurjón

Hehe, ég er reyndar óvenjulegur og eyði mjög litlu, sérstaklega í óþarfa hluti.  Þessi kreppa og hávextir kemur sér vel fyrir mig, þar sem ég á bara plús á reikningum mínum...

Sigurjón, 3.7.2008 kl. 22:32

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband