Fuglasöngur á fimmtu hæð: Heitir dagar í Austur-Ungverjalandi

Fuglarnir hér úti fyrir syngja allt hvað af tekur. Við erum á fimmtu hæð í stóru húsi í Debrecen í Austur-Ungverjalandi, þar sem er varla meira en 15 mínútur í loftlínu til Rúmeníu (út um gluggann minn, en ég sé ekkert fyrir háum trjáum og húsum) og klukkutími út um eldhúsgluggann til Úkraínu. Próflestur læknanemanna gengur vel, sömuleiðis vinnan mín og síðast frágangur á lokaverkefi, sem er degi á undan áætlun. Hitinn úti er 34 gráður en ekkert of heitt. Set inn myndir við tækifæri.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Hitinn þarna úti hjá þér er 34 gráður en ekki of heitt..... hvernig getur það verið "ekki of heittt" ??? Það væri heitt fyrir mig, en kannski af því að ég er svo hot kona hehehe Gangi þér vel Anna mín.

Linda litla, 3.6.2008 kl. 13:53

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Bara þægilegt ;-)

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 3.6.2008 kl. 15:38

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband