Já, já, þau eiga það svo sannarlega skilið að komast áfram ...

Regína Ósk og Friðrik Ómar hafa sinnt sinni pligt í Belgrad af mikill elju og samviskusemi og sýnt fagmennsku sem fleytti þeim í úrslitaþáttinn. Óska þeim alls góðs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Þau stóðu sig vel þó að lagið sé hryllileg klisja og leiðinlegt eftir því, reyndar fannst mér flest lögin renna saman í eitt, hvert öðru líkt og ekki snefill af frumleika...það var raunar skandall að Dr. spock komst ekki út, þar er lag sem fútt er í og klisjurnar þreyttu víðsfjarri...en vonadi ná þau samt langt í aðalkeppninni

Georg P Sveinbjörnsson, 22.5.2008 kl. 21:37

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Dr. Spock var bestur á úrslitakvöldinu og svo er ekki annað hægt en að hrífast með Barða og co. en úr því sem komið er má alveg sætta sig við þetta.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 22.5.2008 kl. 22:14

3 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Ég veit raunar ekki hvað Dr. Spock er, sem þið eruð að tala um, því leiðinlegra sjónvarpsefni en laugardaglögin man ég bara ekki eftir og notaði kvöldin til annars. En krakkarnir stóðu sig vel og voru falleg -- þarf meira í svona show contest?

Sigurður Hreiðar, 22.5.2008 kl. 22:23

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Greinilega þarf ekki meira ;-) En Dr. Spock er eiginlega mjög skemmtilegt fyrirbæri, og mér dugði að sjá tvo af þessum þrautleiðinlegu laugardagsþáttum (sammála) til að fá dálæti á honum og Ho. ho, ho ...

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 22.5.2008 kl. 22:35

5 Smámynd: Linda litla

Ég veit ekki hver Dr. Spock er. einu lögin sem ég hef heyrt af íslensku júrólögunum eru vinningslagið, ho ho heyhey og lagið hennar Möggu´Stínu, held að Ragnheiður Gröndal hafi sungið það og mér fannst það ágætt.

En frábær árangur hjá okkur.... ÁFRAM ÍSLAND !!

Linda litla, 22.5.2008 kl. 22:41

6 identicon

Það er nú með hálfum huga sem ég legg í að mótmæla ho-ho-aðdáun þinni, kona góð. Mér finnst Regína og Friðrik flottir fulltrúar . Rosalega góðir söngvarar, flott á sviði og koma vel fyrir þess utan. Ég held bara að ég geri undantekningu á laugardaginn og horfi á keppnina í fyrsta sinn í svo mörg ár að ég man bara ekki lengur hvenær ég sá hana síðast. Ekki á þessari öld, svo mikið man ég.

Helga 22.5.2008 kl. 22:54

7 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Það eru margir ósammála mér um Ho, ho, ho oh þannig á það auðvitað að vera. Tek þetta lag sem ég mun aldrei læra  í sátt einkum vegna fagmennsku flytjendanna, Regína Óska og Friðrik hafa unnið fyrir sigrinum sem þau þegar hafa unnið.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 23.5.2008 kl. 11:46

8 identicon

Án þess að ég telji að það eigi við þig (t.d. af því að þú varst orðin hrifnust af Dr Spock á úrslitakvöldinu) þá hef ég á tilfinningunni að harðasti aðdáendahópur Gillz, Party-Hanz og Gazman sé bara ekkert kátur með árangur fulltrúanna okkar þarna úti, hefði frekar viljað önnur úrslit. Ég held að þeir hafi gert talsvert mikið af því að senda "Eurobandið er glatað" skilaboð út í hópinn sem fílar þá. Mér finnst það ekki mjög fullorðins. Ég efast um að Ceres 4 og Rebekka hafi tekið þátt í þessu downgrade á Eurobandið, kannski af því að þau eru í þessum hópi sem tónlistarfólk og virða úrslitin í undankeppninni hér heima á þeim forsendum. Ég man ekki til þess að gremja hjá keppendum hafi verið svona lífsseig eftir undanúrslitakeppni fyrr. En eins og ég segi, þetta er bara tilfinning, ekki nein vísindaleg greining.

Anna Ólafsdóttir (anno) 23.5.2008 kl. 17:51

9 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Eflaust eru einhverjir í hópi MC aðdáendanna undir þessa sök seldir, og ekki beint til sóma, ég stend mig að því að velta því fyrir mér hvort þau hefðu sýnt sama öryggi og Regína og Friðrik þarna úti. Ekki endilega. Breytir því ekki að ég hefði alveg verið til í að máta þau í þetta hlutverk, sömuleiðis og ekki síður Dr. Spock, sem vann hjarta mitt á úrslitakvöldinu, en ef ég á að vera alveg hreinskilin þá sýnist mér að hvorugt atriðið hefði verið öruggt áfram, við vitum alla vega að þau Regína Ósk og Friðrik meikuðu það. Reyndar fleiri sæti í úrslitakeppninni en seinast, þannig að Eiríkur hefði væntanlega slioppið inn (verðskuldað) í núverandi kerfi. En sem sagt, fagmennsku er alltaf hægt að dást að og ég geri það alveg svikalaust.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 23.5.2008 kl. 21:52

10 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Anna mín ertu ekki voða hrifinn af Johnny Logan, þú veist að hann er með tónleika í Broadway í kvöld og voða fínn matur fyrst. Viss um að ef þú hefðir sýnt þessu áhuga hefðu selst miklu fleiri miðar . Þetta er hann sonur minn og vinur hans sem hafa aðeins verið í svona innflutningi en ef ég hefði vitað að þetta stæði til áður en það var ákveðið hefði ég nú lesið "móðurlega" yfir honum. Þetta er virkilega gaman en ekki góður tími fyrir svona uppákomur held ég, ekki eins og í þessi skipti sem Jethro Tull kom, þá var allt troðfullt enda eru þeir frábærir. Já mamma hans Daníels er búin að vera með óttalegan leikaraskap en þó ekki, Johnny Logan er í uppáhaldi hjá mörgum en ég þarf að taka ráðin af honum aftur enda er hann ekki "nema" 28 ára  Hann ætti að lesa þetta blessaður drengurinn. Svo var JL að vísu alveg ólmur í að koma hingað, virðist hafa einhverjar taugar til Íslands, við erum svo sérstök

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 23.5.2008 kl. 23:08

11 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Johnny Logan er góður, What's another year er flott lag, mér fannst það seinna ekki eins spennandi. Svo fannst mér smart að fá Stormskerið til að hita upp, en núna fer ég ekki eitt eða neitt, er bara að klára glærur, plakat og fyrirlestur fyrir útskriftina mína, og reyna að vinna á milli (verð að vinna á milli, nóg af verkefnum) - vona bara að þetta hafi gengið þokkalega, en ég veit að jafnvel vanasta fólk hefur lent í misjöfnu í innflutningi á listamönnum.

Jamm, það er alltaf spurning hvernig hægt er að plögga ...

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 23.5.2008 kl. 23:41

12 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Já já ég hef engar áhyggjur, vil bara alltaf hafa vaðið fyrir neðan mig. Á ég að játa eitt í viðbót, jú læt það flakka, ég hef ekki heyrt eitt einasta lag úr Eurovision í ár nema það íslenska, þetta höfðar bara einhvern veginn ekki til mín  Stormskerið já ég vona nú að það hafi verið logn hjá honum blessuðum :)  Svo þú ert enn að læra og að fara útskrifast, svakalega ertu dugleg! Er það mastersnám eða doktorsgráða í Sagnfræðinni eða eitthvað allt annað. Ég er með tveggja ára sérnám eftir stúdentspróf og síðan um 50 ein í ísl úr HÍ en ég bara kem mér ekki í að klára það. Það gerir ekkert til, en mér finnst alltaf gaman að frétta af fólki sem er svona afspyrnuduglegt.

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 24.5.2008 kl. 08:02

13 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ég hugsa að ég hafi nú heyrt helminginn af lögunum, sem er óvenju mikið ;-) Og námið já, það er bara gaman. Mjög praktískt nám, mastergráða í tölvunarfræði, ég kláraði sagnfræðimaster (sem þá hét cand,.mag.) fyrir 23 árum (hugsa sér - dálítið langt síðan). En það er komið alveg ágætt núna, fjölskyldan getur veðjað hversu langt er þar til ég ,,fell" aftur og dembi mér í meira nám.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 24.5.2008 kl. 19:22

14 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Vá þú ert algjörlega óborganleg, ég vildi að ég hefði smá hluta af þessari orku og lærdómsþrá. En ég held að það sé ekki bara það, þú ert örugglega rosalega vel gefin og þú vilt fræðast um svo margt og það truflar þig greinilega ekkert, þú lætur bara verða af því, svei mér þá þú ert stórkostleg Anna mín. En sjáum hvort ég hafi rétt fyrir mér Ísland verður í 9. sæti (eða einhverju öðru )

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 24.5.2008 kl. 19:27

15 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Líst vel á þetta með 9. sætið. Og eiginlega get ég þakkað fjölskyldunni allann tímann sem ég hef í að gera allt sem mig langar, alltaf verið mjög sjálfbjarga fjölskylda og heimilisskyldurnar hafa ekki íþyngt mér.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 24.5.2008 kl. 19:37

16 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Já við vorum í 15. sæti ekki því 9. en mikið er mér sama, fyrirgefið allir saman. Kannski hefur einhver illur tekið sér sæti í mér, hver veit.

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 26.5.2008 kl. 18:24

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband