Skemmtilegt andsvar við fréttum og fordómum

Litháar á Íslandi eru að stofna samtök, svona eins og öll Íslendingafélögin í útlöndum. Þeir eiga þó aukaverkefni fyrir höndum, og það er að kynna menningu og þjóð sína fyrir Íslendingum sem eru því miður vanir að heyra af fámennum hópi Litháa, sem kemst í kast við lögin, í fjölmiðlum. Hlakka til að fylgjast með félaginu. Það var líka athyglisvert að þessu félagi er ætlað að vera vettvangur kynna milli Litháa hér á landi, sem margir hafa verið tortryggnir í garð landa sinna, einmitt út af þessum fáu skúrkum sem hrakist hafa frá landinu og leitað til Íslands.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er vissulega tilhlökkunarefni ef Litháar ætla að sameina krafta sína í góðum tilgangi. Þessi þjóð hlýtur að hafa framleitt e-ð annað en glæpamenn og tími til kominn að við fáum að sjá á þeim góða hlið.

Ég er ekki viss um að glæpamenn frá Litháen séu fámennur hópur. Ef þetta er fámennur hópur þá hefur hann verið býsna iðinn við kolann síðustu ár við að brjóta íslensk lög.

En það er ánægjulegt að venjulegt fólk frá Litháen ætlar nú að þora að blanda geði við aðra Litháa (það sem mér fannst nefnilega fréttnæmast af því sem konan sagði í fréttunum er að þeir hafa ekki þorað að blanda geði við aðra Litháa af ótta við að þeir væru glæpamenn). En núna stíga þeir fram, stofna félag og taka málin í sínar hendar í stað þess að þegja af ótta við litháísku glæpamennina. Gangi þeim vel.

Helga 17.5.2008 kl. 20:48

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Mér fannst þetta líka rosalega merkilegt í fréttinni, hræðsla Litháa við landa sína. Og það er engum greiði gerður með því að láta sem þetta vandamál sé ekki til, tilraunir litháískra glæpagengja til að ná hér fótfestu, né nokkurra annarra, innlendra eða erlendra. Það má vel vera að það sé rétt hjá þér að fjöldinn sé meiri en mann grunar, en hitt getur líka verið að fámennum hópi takist að valda viðlíka usla og þessir einstaklingar gera. Aðalatriðið finnst mér vera að það er verið að kynna okkur fleiri hliðar á þessu áhugaverða landi en hefur verið á yfirborðinu og skapa samverugrundvöll sem vonandi verður góður fyrir þá sem taka þátt í félaginu. Mér finnst margt forvitnilegt við menningu Eystrasaltslandanna ekki síður en Austur-Evrópu, sem þú veist að ég er nú ansi hugfangin af, þannig að ég vona að félagið verði öflugt og gott.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 17.5.2008 kl. 23:11

3 Smámynd: Brynja skordal

innlitskvitt hafðu ljúfan sunnudag Elskuleg

Brynja skordal, 18.5.2008 kl. 00:42

4 identicon

Við vissum það nú báðar að við erum nokk sammmála ! Það er reynsla mín að flestar þjóðir búa yfir e-u áhugaverðu og Austur-Evrópa og Eystrasaltslöndin eru þar auðvitað engin undantekning, þess vegna hefur mér þótt vægt sagt ömurlegt að horfa upp á dugleysi stjórnvalda og úrræðaleysi lögreglunnar gagnvart litháískum og pólskum glæpamönnum, sem ég held að hljóti að vera þokkalega fjölmennur hópur svo víða hafa þeir látið greipar sópa um búðarhillur, að ekki sé talað um aumingjana í þeirra röðum sem hafa gengið í skrokk á öðru fólki. En nú er blaðinu vonandi snúið endanlega við.

Þeir sem standa að þessu félagi þurfa að moka þokkalegan flór eftir glæpahyskið frá Litháen sem hafa sett svartan blett á alla Litháa því miður og sett okkur Íslendinga í þau spor að þurfa að vera á varðbergi.

Í lokin þá fannst mér gaman að heyra í talsmanni félagsins sem greinilega samsamar sig með heiðarlegu fólki í stað geðillskuskotanna sem sífellt koma frá "sjálfskipuðum, íslenskum talsmönnum" útlendinga og hafa það eitt fram að færa að kæfa alla tilraunir til að fá upp á yfirborðið eðlilegar umræður og þekkingu á þeim glæpagengjum sem hér hafa komið sér fyrir. Afskaplega leiðinlegt og reyndar líka hættulegt þegar vandamálum er sópað undir teppið eins og þessir sjálfskipu, íslensku talsmenn hafa dundað sér við.

En nú taka heiðarlegu Litháarnir sjálfir í tauma, segja hreinskilnislega að þeir hafi verið hræddir við að kynnast fólki frá Litháen af ótta við að þar leynist glæpamaður: M.ö.o. segja það sem allir vita, en hefur ekki mátt segja. Þessum ótta deildu margir Íslendingar með þeim, en þeir máttu ekki segja það í friði fyrir sjálfskipuðu, íslensku talsmönnunum sem halda að vandinn hverfi ef þeir segja "nei" nógu oft. Enn og aftur gangi Litháunum vel með félagið sitt.

Helga 18.5.2008 kl. 00:45

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk fyrir svörin ykkar, þau staðfesta það sem ég var að vona, að margir Íslendingar hafa áhuga og eru forvitnir um menningu Litháa, bæði sögu, uppruna, tungumálið og arfinn, sem er auðvitað markaður af sovétárunum. Andstaðan við kommúnismann var áreiðanlega á margan hátt meiri í Eystrasaltslöndunum en víða annars staðar, því þau voru innlimið eftir að hafa notið sjálfstæðis. Og svo var massívt flutt til fólk, það er Rússarnir inn í þau, reyndar víst mest til Lettlands. Þetta er svo fjölskrúðug og merkileg saga.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 18.5.2008 kl. 16:44

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband