Tvær hliðar á lífinu í Borgarfirði

Fegurðin allt um kring hér í Borgarfirðinum er síbreytileg. Til austurs er fimm jökla sýn (ef maður telur hið jökulhettulausa Ok með) og þótt smá skýjahula sé yfir sendi ég nýjasta skotið úr vélinni í austurátt, alltaf jafn fallegt, móarnir eru blautir eftir rigningar vorsins, klettaborgirnar hér eru háar sem lágar og alltaf síbreytilegar og í fjarska bæði fjöll og syðstu jöklarnir. Sá nyrsti og tignarlegasti, Eiríksjökull, er í Hvítasunnufríi.

CIMG2384

 

 

 

 

 

 

En ef ég horfi beint til vesturs úr sætinu mínu er auðvitað ekki annað að sjá en verkefni dagsins. Handan við vegginn er fallegi kletturinn okkar við gljúfrið, sem ég hef stundum sett inn myndir af. Læt þetta duga í bili.

CIMG2385


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk Gulla mín, við erum sammála um Borgarfjörðinn góða.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 12.5.2008 kl. 14:31

2 identicon

Mjög sammála um fegurð Borgarfjarðar.  Mig langar til að fá mér húsnæði þar og er að leita.  Ef einhver veit um gott, lítið hús á fögrum stað!!  Sumarkveðja

Auður Matthíasdóttir 13.5.2008 kl. 10:44

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband