Og enn frá Kanarí ... sólin skín enn!

Hér er sól og sumar eins og alltaf á eyju hins eilífa vors. Ég hélt ég hef verið að ýkja að Simon nokkur væri farinn að skemmta á Paddy Murphy, hann var nefnilega mættur á Friar Tuck degi seinna, en svo kom í ljós að hann var einmitt að  færa sig um set daginn eftir og ljúka vinnuskyldunni á Friar Tuck. Svo ég stend við fréttina, eins og sagt er. Ennfremur er hér til tíðinda, auk góða veðursins, að sá góði staður Boomerang í Kasbah er ekki lengur við lýði. Og loks er nauðsynlegt að segja frá ljósi í myrkri lélegheita á mini-golfvellinum. Mér tókst nefnilega að fara holu 17 í höggi og fagnaðarlátunum (einkum mínum) ætlaði seint að linna. Ótrúlegt! Svona líða dagarnir allt of fljótt og við blómstrum í notalegu umhverfi og góðum félagsskap vina og ættingja. Reyni að setja inn myndir áður en við förum heim.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Sko mína    Bara með Tiger Woods takta.

Linda litla, 14.2.2008 kl. 19:43

2 identicon

Smá ofund - aftur - nú vegna golfsins - mig hefur alltaf langað svo að verða golfari  Annars - hafðu það áfram gott, hlýtt og notalegt mín kæra - og í tilefni af bloggi mínu um blogg þá upplýsist að þú ert ein af þessum sem var svo frábært að endurnýja kynnin við gegnum bloggheima

Anna Ólafsdóttir (anno) 16.2.2008 kl. 16:00

3 identicon

ekki ofund (er þetta ekki annars nýyrði???) heldur öfund

Anna Ólafsdóttir (anno) 16.2.2008 kl. 16:01

4 Smámynd: Álfhóll

Njóttu hverrar mínútu í fríinu þínu Anna mín.  Er þar stödd í lífinu að mér finnst tíminn líða svo hræðilega hratt.  Kúnstin er að reyna að frysta hann og njóta og njóta........Held þú kunnir það.

Bestu kveðjur

Guðrún

Álfhóll, 16.2.2008 kl. 22:15

5 Smámynd: Ólöf María Brynjarsdóttir

Var einmitt stödd á sömu slóðum og þú núna fyrir ári síðan, yndislegt að vera. Finn hvað mig langar aftur þegar ég les um ævintýr ykkar Ara! Bið að heilsa til Kanarí..
kv. Olla

Ólöf María Brynjarsdóttir, 17.2.2008 kl. 16:44

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk allar, ég nýt lífsins hér í botn og ég ítreka ad ég vildi helst vera med alla vini og vandamenn hérna líka.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 17.2.2008 kl. 16:49

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband