...besti brandari í heimi og reynt að horfa EKKI á Prison Break

Mér finnst alltaf að besti brandari í heimi sé þessi:

Þegar Tolstoy var lítill drengur stofnaði hann leynifélag ásamt bróður sínum. Inntökuskilyrðin voru að standa í hálftíma úti í horni og hugsa EKKI um ísbjörn.

Tek fram að það eru ekki allir sammála mér.

En ástæða þess að brandarinn rifjaðist upp fyrir mér er sú að nú sit ég með litlu, bleiku tölvuna mína í fanginu heima í stofu og reyni að horfa EKKI á Prison Break. Full heilagri reiði yfir því hvernig seinustu tvær seríur enduðu (ekki) þá ætla ég sko ekki að láta plata mig enn einu sinni. Hélt út fram í miðja seinstu seríu og horfði ekki á þættina. Samt sé ég útundan mér að bróðir meints morðingja, fyrrverandi fangavörður hans, löggan sem elti hann og átti við amfetamínvanda að stríða og barnaperrinn eru saman í einhverju slísí fangelsi en meinti morðinginn (sem er auðvitað saklaus) er að reyna að bjarga þeim út, með óhefðbundnum leiðum auðvitað. Úff, lofar ekki góðu, eins gott að ég ætla ekki að fylgjast með.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Aha, ég ætla heldur ekki að láta plata mig. Stóð upp frá sjónvarpinu þegar PB hófst! Hve lengi á að teygja lopann? Arggggg! Davíð frændi segir reyndar að þetta séu fínir þættir, hann hefur séð fyrstu 6 í seríunni. Ætla samt ekki að láta það trufla.

Góður ísbjarnarbrandarinn, eiginlega næstum jafngóður og norsarabrandarinn ...  

Guðríður Haraldsdóttir, 18.11.2007 kl. 22:37

2 identicon

Ég gerði eins og Gurrí - ég labbaði út úr stofunni þegar PB byrjaði en húsbandið ætlar að láta plata sig sýnist mér. Samt er ég að vona að hann afvenjist þættinum þegar hann fer í burtu einhverja helgina. ég hef aftur á móti fylgst með Damages og nú er ég dauphrædd um að sá þáttur endi ekki. Þeir eru farnir að stunda þetta í henni Ameríku. ef einhver þáttur gengur vel þá hætta framleiðendur við að láta hann enda til að geta teygt lopann og grætt meiri pening. Arrrggg

Anna Ólafsdóttir (anno) 18.11.2007 kl. 23:32

3 identicon

ÚPPS: dauðhrædd - sorrí

Anna Ólafsdóttir (anno) 18.11.2007 kl. 23:32

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þegar við svissuðum milli stöðva stóð: Prison Break á skjánum andartak og ég barðist auðvitað við að horfa ekki, nema hvað, mér fannst furðu mikið af nýjum persónum og plottum (sem ég var ekki að fylgjast með), þar til sonur minn upplýsti að ég væri að horfa á Damages. Þannig að sá þáttur gæti verið áhugaverður. En ég ætla EKKI að fylgjast með Prison Break, read my lips (og já, ég veit að líkingin er óheppileg).

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 19.11.2007 kl. 00:11

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Gurrí, áttu við Norgeshatarafélagsinntökuskilyrðisbrandarann?

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 19.11.2007 kl. 00:20

6 Smámynd: Konráð Jónsson

Ég óska eftir útskýringu á þessum brandara.

Konráð Jónsson, 19.11.2007 kl. 13:20

7 Smámynd: Ingigerður Friðgeirsdóttir

Ég er nú ekki inn (eins og unglingarnir segja) í vinnunni því ég hef aldrei horft á Prison Break veit ekki hvað fólk er að tala um á kaffistofunni. Svo má koma með Norsarabrandarann!!! Góðar stundir.

Ingigerður Friðgeirsdóttir, 19.11.2007 kl. 14:28

8 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Útskýringin á brandaranum er þessi: Hvernig heldurðu að sé að fara út í horn, standa þar í hálftíma og berjast við að hugsa EKKI um ísbjörn, ef þér er sagt að þú megir alls ekki hugsa um ísbjörn?

Norsarabrandarinn sem ég held að Gurrí eigi við (sá eini sem ég man alla vega) er svona:  Vísinda- og fræðimenn víða að voru boðaðir á mikla ráðstefnu og ákveðið að þeir myndu hittast aftur að sjö árum liðnum og hafa þá með í farteskinu rit um fíla. Að sjö árum liðnum hittust þeir og báru saman afraksturinn. Þjóðverjinn kom með þykkt sjö binda verk án mynda sem var ágrip af formála alfræðirits um fíla, Kaninn með flotta ríkulega myndskreytta bók sem hét: Bigger and better elefant in America, Frakkinn með fallegt rautt kver í leðurbandi með gylltri flúrskrift framan á, sem var ljóðabók um ástir fíla (eitthvað svona L'amour d'elefant) Bretinn með grádrapplita bók í strigabandi sem hét: Elefant hunting. Daninn kom með herlega bók: Elefanten paa hundred maade (sem var matreiðslubók um matreiðslu fílakjöts og Norðmaðurinn kom með bók sem hét: Vi Nordmenn og í henni var ekki eitt einasta orð um fíla. 

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 19.11.2007 kl. 16:34

9 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Hehe... Norsararnir alltaf ótrúlega góðir

Svala Erlendsdóttir, 20.11.2007 kl. 20:03

10 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Já, þetta er eiginlega mjög trúverðugt.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 20.11.2007 kl. 22:05

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband