Svandís sterkari en nokkru sinni fyrr

Silfur Egils er skemmtilegt. Lengi vel lét hann sig hafa það að hafa talsvert kvenmannslausa þætti, og þeir gátu alveg verið skemmtilegir líka, held að hann hafi verið að sýna fram á að hann hlýddi ekki boðum og bönnum. Gott og vel. En mér finnst enn meira gaman að fylgjast með þáttunum hans eftir að hann fór að vera með fullt af konum þar. Missti því miður mestanpart af Guðfríði Lilju í dag, sem var miður því hún er í miklu uppáhaldi, en kannski getur netið hjálpað mér þegar ég er búin með heimaverkefnið sem ég er að vinna að. Náði hins vegar öllu viðtalinu við Svandísi og það virkaði mig sterkt á mig, ekki síst sú afdráttarlausa yfirlýsing hennar að hún tæki almannahagsmuni fram yfir arðsvon í málefnum orkufyrirtækja í almannaeign. Þar sem það fer saman er það auðvitað besta mál en stundum þarf að taka af skarið og hún hefur gert það af miklum skörungsskap og með skýra sýn sem öllum ætti að vera ljós. Vinstri græna hjartað tók kipp af stolti þegar ég hlustaði á hana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Fleiri VG hjörtu slógu hratt af stolti vegna Svandísar

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.11.2007 kl. 02:12

2 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Já Svandís var geysisterk í Silfrinu í gær.

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 5.11.2007 kl. 07:25

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Hvernig væri þá að skipta um formann áður en núverandi drepur flokkinn alveg ?

Jón Ingi Cæsarsson, 5.11.2007 kl. 07:34

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Best er þegar samtök hafa marga góða málsvara og það höfum við Vinstri græn, þar með talin eru bæði Steingrímur J., Svandís og ýmsir fleiri. Það er einmitt styrkur þessarar hreyfingar. 

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 5.11.2007 kl. 13:21

5 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Ég missti af síðasta silfri. Ég efast samt ekki um að stoltið á fullan rétt á sér. Þegar ég var að berjast með Atla í síðustu þingkosningum hitti ég þessa kjarnakonu. Þá hafði ég ekki hitt hana síðan hún var smákrakki. Dró hana ásamt foreldrum og systkinum ofan af Hellisheiði til Reykjavíkur. Þau voru á Trabant. Frekar en Skóda. Ég á gömlum Rússajeppa og allt tókst þetta vestur í bæ. Ég ætla að taka undir það með þér Anna að VG er ekki foringjalaust rekald. En hér á Selfossi er svo komið að flestir vitibornir vinstri menn eru að yfirgefa VG. Og orsökin? Jón forseti. Ég er viss um að VG á ekki fluguséns á að fá bæjarfulltrúa hér í næstu kosningum. Og þetta smitar. Atli náði hér þingsæti síðast með miklum ágætum. Ég hef áhyggjur af að þingsætið sé í mikilli hættu eftir afrek Jóns forseta hér s.l. 11 mánuði. Kærar þakkir fyrir bloggvináttuna. Hugsanlega getum við aftur kosið sama flokkinn í næstu þingkosningum.

Sigurður Sveinsson, 8.11.2007 kl. 19:20

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband