Breytingar

Haustið hefur yfirleitt verið tími breytinga í lífi mínu. Þetta haust ætlar ekki að verða nein undantekning. Nú er ég lögst í seinasta áfangann af skemmtilegu og sundurslitnu mastersnámi mínu í tölvunarfræð en samhliða hef ég skipulagt nákvæmlega 69% vinnu. Ekki spyrja mig hvers vegna einmitt 69% svona bara er þetta. Auk þess hef ég verið að gera allt klárt í sumar til að koma út einu stykki bók og stefni að því að ljúka því samhliða. Og eins og alltaf geri ég mér grein fyrir því að ég mun ekki stýra allri atburðarás. John Lennon sagði svo snilldarlega: Live is what happens when you're busy making other plans.

Hlakka til vetrarins með fiðring í maganum.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband