Tólf orð komust í úrslit um fegursta orð íslenskrar tungu - kjósið fallegasta orðið!

Nú er hafin lokahrinan í leitinni miklu að fegursta orði íslenskrar tungu. Hér á vinstri hönd er skoðanakönnunin sem verður vettvangur kosningarinnar þar til niðurstaða fæst. Orðin urðu á endanu tólf, sem hleypt var í úrslit, og er greint frá því hér að neðan hvernig það atvikaðist. Njótið vel og kjósið rétt ;-)

Svolítið merkilegt, núna er ég búin að vera að fylgja þessari fegurðarsamkeppni eftir um nokkurt skeið, minna fólk á ýmsa fresti sem voru að renna út, frestinn til að tilnefna orð, frestinn til að kjósa orð í aðalkeppnina, en allt í einu núna er þetta að baki og keppnin fer að lifa sínu eigin lífi hér á síðunum, ég mun vissulega minna á hana reglubundið og segja tíðindi, en núna er hún komin í farveg og mun lifa eins lengi og þarf til að fá skýr úrslit. Og ég ætla að leyfa mér að taka orð eins yndislegasta skálds Íslands, Jóns Helgasonar, mér í munn og segja:

Ég hverf inn til anna minna

Allt er líkt og var 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband