Virðing

Það er ekki hægt annað en fyllast óttablandinni virðingu þegar stærstur hluti þjóðarinnar stendur frammi fyrir því að náttúruöflin margslungnu minna á sig. Á vissan hátt eru það forréttindi að búa í landi þar sem magnaðir kraftar ríkja, þótt vissulega sé það líka skelfilegt á stundum.

Þá er ekki síður hægt annað en finna fyrir virðingu fyrir því ótrúlega æðrulausa fólki sem hefur búið í hrikalegu návígi við þessi ógnaröfl og hefur nú þokast út í óvissu sem enginn getur létt af því eins og sakir standa. 

Í sumar þegar ég var á heimleið eftir góðan tíma með syni mínum og við vatnslitaiðkun, lífið áhyggjulaust, flugum við yfir Vestmannaeyjar í þann mund sem goslokahátíðin stóð yfir og síðan yfir margsundurbrotið Reykjanesið. Nokkrum dögum síðar fór að skjálfa og síðan að gjósa og nú skelfur aftur og gæti gosið. 

IMG_4176

 

IMG_2764IMG_2767


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband